« október 27, 2004 | Main | október 29, 2004 »

Red Sox unnu!

október 28, 2004

Red Sox unnu! Þeir eru meistarar eftir 86 ára bið!

Ímyndið ykkur að búa í borg, sem er fjögurra klukkutíma akstur frá þekktustu borg heims og að allir íbúar nágrannaborgarinnar séu fáránlega uppteknir af borginni sinni og hvað hún sé mikið æði.

Bætið því svo við að hafnaboltaliðið í nágrannaborginni er besta hafnaboltalið allra tíma. Ykkar lið hefur hins vegar ekki unnið titilinn í 86 ár. Bætið því svo við að liðið ykkar seldi liðinu í stóru borginni besta hafnaboltaleikmann allra tíma og að síðan þá hafi liðið ykkar ekki unnið.

Bætið því svo við að liðið ykkar hafi oft komið skuggalega nálægt því að vinna, en alla ævi ykkar hafi þeir getað valdið ykkur vonbrigðum. Þeim tókst m.a.s. að tapa úrslitaleik vegna þess að leikmaður missti boltann í gegnum klofið.

Þá kannski er hægt að átta sig á því hvernig það er að styðja Boston Red Sox. Það hefur ekki verið auðvelt. Tveir af bestu vinum mínum eru Boston búar og Red Sox aðdáendur. Þeir hafa aldrei upplifað að Red Sox hafi orðið meistarar. Ekki heldur pabbar þeirra. Ekki heldur afar þeirra. Þangað til núna. TIl hamingju!

Frábært! Núna VERÐA Chicago Cubs að vinna á næsta ári!

198 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Íþróttir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33