« nóvember 18, 2004 | Main | nóvember 25, 2004 »

Helgin...

nóvember 21, 2004

Þetta er búin að vera frábær helgi. Á föstudaginn héldum við tveggja ára afmæli Serrano á Pravda. Við héldum aldrei opnunarpartý og ekki heldur uppá eins árs afmælið og því bættum við úr því á föstudaginn.

Allavegana, við buðum fulltaf fólki, starfsmönnum, vinum og fjölskyldum og þetta var meiriháttar. Í gær fór ég svo með vini mínum á jólakynningu Skífunnar, þar sem m.a. Quarashi spiluðu. Þar var gríðarlegt magn af áfengi og nýttum við okkur það til hins ítrasta. Þegar partíið var búið fórum við tveir niðrí bæ. Fórum fyrst á Bar Bianco. Sá staður er snilld! Síðan kíktum við yfir á Hverfisbarinn. Frábært kvöld.

Ótrúlegt en satt, tvö æðisleg djömm á einni helgi. Hef sjaldan skemmt mér jafnvel á djamminu og um þessa helgi.


Þessi slagsmál eru svakaleg. Fyrrverandi Chicago leikmaðurinn (og sækóinn) Ron Artest stekkur uppí stúku og lemur áhorfendur. Ótrúlega magnað!


Ég er á leiðinni til Köben á eftir. Við erum tveir að fara í heimsókn til Haribo, sem er nálægt Kaupmannahöfn. Verðum þar fram á miðvikudag og höfum m.a. smá lausan tíma, sem ég ætla að nýta til að hitta systur mína og fjölskyldu hennar, sem býr í Köben.

193 Orð | Ummæli (12) | Flokkur: Dagbók