« nóvember 21, 2004 | Main | nóvember 28, 2004 »

Þróun?

nóvember 25, 2004

Þetta er magnað. Magnað!:

Overall, about two-thirds of Americans want creationism taught along with evolution. Only 37 percent want evolutionism replaced outright. (feitletrun mín)

Hólí krapp! 37% Bandaríkjamanna vilja að hætt verði að kenna þróunarkenninguna í skóla. Og ekki nóg með það, heldur finnst fréttamanni CBS það vera svo lítið að hann segir “Only 37%”.

37% Bandaríkjamanna vilja að börnum sé eingöngu kennt í skóla að Guð hafi skapað heiminn á einni viku! Það þýðir að maður getur lært meira um vísindi með því að horfa á Friends þátt heldur en að fara í barnaskóla í Bandaríkjunum.

97 Orð | Ummæli (5) | Flokkur: Netið

Spurning?

nóvember 25, 2004

Ferðin til Danmerkur var fín. Við eyddum mestum tímanum í smábæ um klukkutíma frá Kaupmannahöfn. Við höfðum líka smá lausan tíma í Kaupmannahöfn. Ég heimsótti systur mína og fjölskyldu hennar, en þau búa í útjaðri Kaupmannahafnar. Tapaði m.a. 15 sinnum fyrir litla frænda mínum í Mario Kart.

Svo labbaði ég um Strikið, verslaði eitthvað og fór svo í þunglyndi þegar ég sá að Liverpool hafði tapað og Luis Garcia væri meiddur.

En tilefni þessarar færslu var ekki ferðasaga, enda er ferðasagan frekar ónýt. Nei, spurning mín er þessi:

”Er hægt að taka mark á fólki, sem finnst Britney Spears ekki sæt?”

Un, dos, tres, CATORCE!

105 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Dagbók