« nóvember 30, 2004 | Main | desember 02, 2004 »

Bloggedíblogg

desember 01, 2004

Ég held því fram að það séu engir bloggarar, sem eru jafn beittir og ótrúlega fyndnir þegar þeir fjalla um persónur, sem þeir fíla ekki, einsog Toggipop og Dr. Gunni.

Það þarf varla frekari sannanna við en umfjöllun þeirra um Kristján Jóhannsson í Kastljósþættinum áðan: Toggi Pop - Doktorinn.


Ég horfði hins vegar ekki á þáttinn, heldur var ég á Players að horfa á Liverpool vinna Tottenham í vítaspyrnukeppni. Mikið var það gaman. Og mikið hlýtur að vera leiðinlegt að vera Tottenham aðdáandi. Einnig er það augljóst að það er ekki beinlínis auðvelt að vera hávær stelpa inná þessum fótboltapöbbum.


Já, svo er ég á lista Mýslu yfir frægt fólk, sem hún hefur hitt í Melabúðinni undanfarnar vikur. :-)

Ljómandi skemmtilegt.

121 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Netið

Flensfaraldur, Haraldur

desember 01, 2004

Ef þið vissuð það ekki fyrir, þá erum við víst öll að fara að deyja úr flensu á næstu mánuðum:

the death toll could exceed one billion if the disease were to spread rapidly among people

Þetta er nú aldreilis hressandi fréttir (via MeFi)

44 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Almennt

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33