« desember 06, 2004 | Main | desember 08, 2004 »

Snilldarsími

desember 07, 2004

Þetta er SNILLD!

Farsímafyrirtæki í Ástralíu býður nú kúnnum sínum að loka fyrir viss númer áður en það fer á djammið. Þannig að til dæmis er hægt að loka á númer hjá fyrrverandi kærustum, svo maður hringi ekki í þær þegar maður er orðinn vel drukkinn.

Þetta hefði hiklaust komið sér vel fyrir mig í nokkur skipti í gegnum tíðina. :-)

Símayrirtækið fann út að 95% fólks í könnun hringir í fólk þegar það er á djamminu. 30% hringja í sína fyrrverandi, 19% til núverandi maka og 36% í aðra, svo sem yfirmenn sína.

Fyrirtækið fann einnig að 55% aðspurðra kíkja á gemsann sinn “morguninn eftir” til að sjá hverjir þeir hafa hringt í daginn áður. Hóst hóst.

118 Orð | Ummæli (10) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33