« desember 08, 2004 | Main | desember 12, 2004 »

Pósturinn minn.

desember 10, 2004

Nei, nú segi ég stopp. Ţetta pósthólf hérna á Hagamelnum hlýtur ađ vera leiđinlegasta pósthólf í heimi.

Tölvupóstur hefur fyrir löngu séđ til ţess ađ mađur er hćttur ađ fá skemmtilegan póst. Núna fć ég bara endalausa reikninga og auglýsingapóst. Ég er svo heppinn ađ fá líka alla reikninga fyrir Serrano heim til mín, sem ţýđir ađ ég fć heilan haug af reikningum á hverjum degi. Ég er líka ýmsu vanur í ruslpósti, en ég er gjörsamlega ađ farast yfir ţessum endalausu auglýsingabćklingum. Einhvern veginn eru ţeir allir uppfullir af vörum, sem ég hef engan áhuga á. Í dag fékk ég 5 auglýsingabćklinga.


Ég fór til útlanda í gćr. Í fyrsta skipti, sem ég fer til útlanda í minna en sólahring. Fór út til Osló kl 7 og kom aftur fyrir klukkan 11 um kvöldiđ. Mćtti svo í vinnuna gríđarlega hress í morgun, en er núna alveg búinn.

Ég komst endanlega ađ ţví ađ tollurinn er í samsćri gegn mér. Ţar sem ég var á fundi var ég í jakkafötum og ég er nýbúinn í klippingu, ţannig ađ ég lít út einsog 18 ára kórdrengur. Auk ţess var ég bara međ bakpoka, en engan farangur. En SAMT var ég tekinn í tékk í tollinum. Ţađ er greinilegt a ţegar ég tek uppá ţví ađ smygla kókaíni til landsins, ţá munu jakkaföt ekki duga til ađ gabba tollarana.

227 Orđ | Ummćli (1) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blađur um hagfrćđi, stjórnmál, íţróttir, netiđ og mín einkamál.

Á ţessum degi áriđ

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síđustu ummćli

Gamalt:Ég nota MT 3.33