« desember 26, 2004 | Main | desember 29, 2004 »

Ný tölva!

desember 28, 2004

Jæja, ég er búinn að eignast nýja tölvu. Það eru viss stórtíðindi, þar sem gamla heimilstölvan var orðin meira en 4 ára gömul.

Gamla tölvan, sem var Apple Powermac G4 var orðin dálítið lúin, þrátt fyrir að hún hafi aldrei bilað. Hún var hins vegar orðin hæg í sumum vinnslum og ákvað ég að uppfæra.

Nýja tölvan mín er fallegasta tölva í heimi, iMac með 20 tommu skjá. Öll tölvan er inní þessum æðislega skjá. Ég er alveg í skýjunum yfir þessari nýju tölvu (sjá mynd).

Núna hef ég loksins ekki afsakanir fyrir því að fresta ýmsum verkefnum, sem ég var búinn að taka að mér og er núna að uppfæra nokkra vefi, sem ég hef umsjón með. Er með dúndrandi hausverk, sem ég er búinn að vera með í allan dag, en reyni að láta það ekki hafa of mikil áhrif á mig. Þessi hamingjusvipur á myndinni er því frekar mikil tilgerð hjá mér, enda er ég alveg hræðilega þreyttur :-)

162 Orð | Ummæli (9) | Flokkur: Tækni

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33