« Foooo | Aðalsíða | Hálfvitar »

FF Og QOTSA

6. júlí, 2005

Foo og Queens of the Stone Age tónleikarnir í gær voru fínir. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég hef farið á tónleika í Egilshöll. Var þarna með vini mínum og við skemmtum okkur vel.

Ég hef gefið QOTSA nokkur tækifæri, hef hlustað oft á diskana þeirra og hef fílað þá sæmilega. Hef aldrei verið neitt brjálæðislega hrifinn. Ég átti alveg eins von á því að þeir myndu algjörlega heilla mig á tónleikunum, kannski líkt og Dismemberment Plan gerðu um árið. En það tókst ekki alveg. Þeir voru góðir, en ekki frábærir. Ég er bara ekki að fíla nógu mörg lög með þeim. Þeir gerðu allt rétt og spilamennskan var frábær, en ég er einfaldlega ekki að fíla nógu mörg lög með þeim. En Little Sister og No One Knows voru skemmtileg.

Foo Fighters voru frábærir. Eða réttara sagt, Dave Grohl var frábær. Hann (og trommuleikarinn að smá leyti) á alveg þetta band. Hann var skemmtilegur á sviði, öskurtaktarnir hans fannst mér fyndnir og lífga uppá flutninginn. Þeir keyrðu í gegnum skemmtilegt prógramm, þar sem maður þekkti öll lögin. Best voru Everlong og Stacked Actors.

Allavegana, ég var mjög sáttur við kvöldið.

Einar Örn uppfærði kl. 17:21 | 192 Orð | Flokkur: Tónleikar



Ummæli (0)


Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu