« september 13, 2003 | Main | september 15, 2003 »

Ég og öll lönd í heimi

september 14, 2003

Ég hef lengi ætlað að taka þetta saman. Hérna kemur listi yfir þau lönd, sem ég hef komið til. Alls eru þetta 31 land. Ég sé það líka að samkvæmt CIA World Fact Book þá er 261 land í heiminum. Það þýðir að ég á eftir að fara til 230 landa.

Ætli það sé einhver, sem nái því að heimsækja öll lönd heims? Stór hluti þessara landa eru náttúrulega eyjur í Kyrrahafinu, sem kannski er erfitt að komast yfir. Ég hef sem sagt farið til 31 lands og eru flest þeirra í Suður-Ameríku. Ég hef ferðast talsvert um Evrópu en til dæmis ekki komið til Svíþjóðar eða Ítalíu. Þannig að þessi landalisti er ekki mjög hefðbundinn. Einnig hef ég ekki ferðast út fyrir Evrópu og Ameríku.

Þrátt fyrir að mér finnist ég hafa ferðast mikið um ævina, þá er magnað að hugsa til þess hversu lítið maður hefur í raun séð.

Ég hef komið til þessara landa:

Argentina
Austria
Bahamas
Belgium
Bolivia
Brazil
Canada
Chile
Colombia
Cuba
Denmark
Ecuador
France
Germany
Greece
Iceland
Liechtenstein
Luxembourg
Mexico
Netherlands
Norway
Paraguay
Peru
Portugal
Russia
Spain
Switzerland
United Kingdom
United States
Uruguay
Venezuela

(Hérna er listi bæði yfir þau lönd, sem ég hef farið til og á eftir)

206 Orð | Ummæli (5) | Flokkur: Ferðalög

St. Pétursborg

september 14, 2003

Ok, hérna eru myndirnar frá St. Pétursborg. Engar sætar stelpur, bara ég hjá flestum túristastöðunum í St. Pétursborg. Þetta eru um 25 myndir og fylgja skýringar með flestum þeirra.

29 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Myndir

Baros & Carragher

september 14, 2003

Þetta tímabil hjá Liverpool ætlar að vera alveg svakalegt. Áður en að tímabilið byrjar meiðist Dietmar Hamann, einn mikilvægasti leikamaður liðsins. Það sást greinilega á fyrstu leikjunum að þeir söknuðu hans mikið.

Síðan meiðist Stephane Henchoz, sennilega mikilvægasti varnarmaður liðsins. Liðinu tekst þó að aðlaga sig með að nota Igor Biscan í miðvörð, sem hefur staðið sig frábærlega.

Liðið virðist vera að komast á skrið. Hafa leikið frábæran sóknarbolta í síðustu tveim leikjum, sem báðir hafa unnist örugglega gegn sterkum liðum, Blackburn og Everton. Og hvað gerist þá? Jú, Milan Baros meiðist og verður frá í sex mánuði. Það þýðir að Emile Heskey þarf sennilega að vera í liðinu. Guð hjálpi okkur öllum!

Og til að bæta gráu ofan á svart, þá er Jamie Carragher líka fótbrotinn og verður frá í 6 mánuði.

Að mínu mati á Houllier að gera allt til að þurfa ekki að setja Heskey inná. Heldur myndi ég setja Murphy inní liðið og setja einhvern af miðjumönnunum í framlínuna, það er annaðhvort Smicer, Kewell eða Diouf (sem virðist heldur betur vera að nálgast form sitt frá því á HM). Einnig má reyna að koma Pongolle, unga Frakkanum inní liðið. Geðheilsa mín meðhöndlar það bara ekki að horfa á Heskey í hverjum leik.

206 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Liverpool

Baros & Carragher

september 14, 2003

Þetta tímabil hjá Liverpool ætlar að vera alveg svakalegt. Áður en að tímabilið byrjar meiðist Dietmar Hamann, einn mikilvægasti leikamaður liðsins. Það sást greinilega á fyrstu leikjunum að þeir söknuðu hans mikið.

Síðan meiðist Stephane Henchoz, sennilega mikilvægasti varnarmaður liðsins. Liðinu tekst þó að aðlaga sig með að nota Igor Biscan í miðvörð, sem hefur staðið sig frábærlega.

Liðið virðist vera að komast á skrið. Hafa leikið frábæran sóknarbolta í síðustu tveim leikjum, sem báðir hafa unnist örugglega gegn sterkum liðum, Blackburn og Everton. Og hvað gerist þá? Jú, Milan Baros meiðist og verður frá í sex mánuði. Það þýðir að Emile Heskey þarf sennilega að vera í liðinu. Guð hjálpi okkur öllum!

Og til að bæta gráu ofan á svart, þá er Jamie Carragher líka fótbrotinn og verður frá í 6 mánuði.

Að mínu mati á Houllier að gera allt til að þurfa ekki að setja Heskey inná. Heldur myndi ég setja Murphy inní liðið og setja einhvern af miðjumönnunum í framlínuna, það er annaðhvort Smicer, Kewell eða Diouf (sem virðist heldur betur vera að nálgast form sitt frá því á HM). Einnig má reyna að koma Pongolle, unga Frakkanum inní liðið. Geðheilsa mín meðhöndlar það bara ekki að horfa á Heskey í hverjum leik.

206 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Liverpool

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33