« september 27, 2003 | Main | september 29, 2003 »

Parket Nasistinn

september 28, 2003

Ég er ennþá brosandi eftir baseball úrslit gærdagsins. Byrjaði daginn í dag á því að horfa á fagnaðarlætin aftur. Ég veit ekki hvort það er eitthvað að mér, en ég táraðist við að horfa og hlusta á fagnaðarlætin. Hmmm... Kannski tek ég íþróttir of alvarlega.

Allavegana, þá er ég það ánægður að mér var bara drullusama þótt Liverpool hefði tapað. Það hefur aldrei gerst áður. Ég er búinn að komast að þeirri niðurstöðu að Emile Heskey er anti-kristur, sendur af illum máttarvöldum til að fara óheyrilega í taugarnar á mér.


Annars er ég búinn að finna mér parket, sem ég ætla að leggja á íbúðina. Málið er að svalahurðin fauk upp meðan ég var í Rússlandi og það rigndi inná parketið, svo það er í rúst. Það er nokkuð skemmtileg tilfinning að vita til þess að parketið sé að fara. Ég hef til dæmis mjög gaman að því þessa dagana að draga húsgögn eftir parketinu, helst á þann hátt að þau rispi það sem allra mest.

Ég er hins vegar viss um að ég mun breytast í algeran parket nasista þegar nýja parketið verður komið á. Mun breytast í geðveikt tense típu, sem mun fríka út þegar fyrsta rispan kemur á nýja parketið. Banna öllum að vera í skónum inni og hundskamma þá, sem verða ekki við þeim tilmælum.


Í gær fór ég á djammið með tveimur hjónum! Ekki nóg með það, heldur var ég elsti maðurinn í hópnum. Er ég að verða gamall? Neibbs! Meira um það síðar.

Er til leiðinlegra sjónvarpsefni en þessi blessaði Formúla 1 kappakstur? Ég leyfi mér að efast um það.

267 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Dagbók

Alexander Column

september 28, 2003

AlexanderColumn.jpg

Alexander Column á Dvortsovaya torgi í St. Pétursborg

8 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Myndablogg

Vinnan

september 28, 2003

vidtolvu.jpg

0 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Myndablogg

ESPN

september 28, 2003

espn.jpg

Svona leit forsíðan á ESPN út í gær. Ó hvað það er gaman að sjá þetta.

16 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Myndablogg

Þingvallavatn

september 28, 2003

Thingvallavatn.jpg

0 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Myndablogg

Cubs Win! Cubs Win! Cubs win!

september 28, 2003

Holy Cow, Cubs unnu!!!! Chicago Cubs unnu. Í fyrsta skipti í 14 ár unnu þeir deildina sína. Cubs win Cubs win Cubs win

Já, UNNU DEILDINIA SÍNA. Ég gæfi allt til að vera í Bleacher sætum á Wrigley Field akkúrat núna.

Ég eeeeelska basball. Og ég eeeeeelska Chicago Cubs!! Þetta er æðislegur dagur. Af hverju er maður að spá í stelpum þegar að Cubbies vinna. Einhvern veginn virðist ekkert annað skipta máli akkúrat núna.

Hæ hó jibbí jei! Hvernig er hægt að eeeelska ekki Cubbs.

86 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Íþróttir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33