« október 10, 2003 | Main | október 21, 2003 »
To do
Ok, ég er kominn heim. Kom seint í gærkvöldi og var böggaður af tollvörðum enn einu sinni. Í þetta sinn gengu þeir svo langt að þeir létu mig snerta einhvern pappír til að sjá hvort ég hefði höndlað eiturlyf síðustu daga.
Ég er alltaf, og þá meina ég alltaf tekinn í tollinum. Þetta byrjaði þegar ég kom einn heim frá Venezuela. Þá var ég reyndar síðhærður og asnalegur en þetta hefur haldið áfram og í hvert einasta skipti sem ég kem heim til Íslands er ég alltaf tekinn. Meira að segja hef ég komið stífgreiddur í jakkafötum í gegnum tollinn og samt er ég tekinn.
Það er nokkuð ljóst að eiturlyfjasmygl eru dottin útaf listanum yfir störf, sem ég gæti hugsað mér að vinna (ásamt því að vinna í námu og sigla á kafbát).
Allavegana, ég kom það seint heim og var svo hrikalega slappur í morgun að ég er bara heima að jafna mig. Á eftir að skrifa eitthvað á næstunni um eftirfarandi:
- Smá ferðasaga frá London: David Blaine, djamm á hommaklúbb og fleira
- Ég las Dude, where's my country? og fannst hún nokkuð góð. Las einnig Fast-Food Nation og Fat Land. Mjög athyglisverðar bækur
- Sá einnig Kill Bill og þarf einhvern veginn að koma því frá mér hversu stórkostlega mikil vonbrigði sú mynd var. Ef mig langar til að horfa á klukkutíma langa bardagasenu, þá get ég farið á fucking karate mót.
- Átakanlega færslu um baseball úrslit síðustu daga og hvernig þau hafa haft áhrif á geðheilsu mína
Já, og Disintegration með the Cure er schnilldarplata. Byrjaði að hlusta á hana vegna þess að Lovesong var í þætti af Queer as Folk. Hún er búin að vera í spilaranum síðan þá.
Leit:
Síðustu ummæli
- Kristján Atli: Til hamingju Sigurjón! Þér var hlíft við þessu óþa ...[Skoða]
- Einar Örn: Sigurjón, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. ...[Skoða]
- Sigurjón: Æ æ æ æ .... Ef niðurstaðan verður Man Utd vs Liv ...[Skoða]
- Einar Örn: Takk ...[Skoða]
- einsidan: Til hambó með þetta ...[Skoða]
- Gaui: Skál fyrir því, Einar minn! ...[Skoða]
- Hjördís Yo: ó já! Ég elska sko líka Liverpool !! ...[Skoða]
- Gummi: Jamm, var lengi að jafna mig á rangstöðunni. En Re ...[Skoða]
- Fannsa: Ömurlegt þegar dómarinn dæmdi ranglega rangstöðu.. ...[Skoða]
- Snorri: Ég sé EKKI fyrir mér að Árni komist inn á þing til ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:
Ég nota MT 3.33