« október 24, 2003 | Main | október 28, 2003 »

Ég verð bara svo fokkd upp af rommi

október 26, 2003

Djamm tvo daga í röð er búið og ég er furðu hress klukkan 2 á sunnudegi. Fór á Sólon á föstudag og Hverfisbarinn í gær. Djammið á Hverfisbarnum var mun skemmtilegra.

Ég var reyndar kallaður hommi af einhverri stelpu á Hverfisbarnum. Og hvað gerði ég til að verðskulda þann titil? Jú, ég söng með Justin Timberlake lagi! Hún sagði að það væri ýkt hommalegt að ég stæði við barinn og tæki undir með Senorita. Ég varð náttúrulega fúll og hélt langan pistil um það hversu góður diskur Justified væri. Hún talaði eitthvað um Pearl Jam og hvað það væri góð hljómsveit og bla bla bla... En, ok, just for the record: Þá er ég ekki hommi, þrátt fyrir að ég fíli Queer as Folk og Justin Timberlake!

Annars þá var kvöldið náttúrulega snilld af því að á Hverfisbarnum var mesti snillingur á Íslandi: Jón Baldvin! (Sjáðu, PR, það borgar sig að halda áfram að djamma í stað þess að fara heim á miðnætti :-) ) Allavegana, ég var að spjalla við Jón Baldvin á barnum og hann bauð mér uppá vindil og allt. Maðurinn er náttúrulega snillingur og ég var eitthvað að reyna að segja honum hversu mikil áhrif hann hefði haft á stjórnmálaskoðanir mínar.

Annars var sami playlistinn og síðast í gangi á Hverfisbarnum: Mess it Up, Justin og Beyonce. Og fullt af sætum stelpum, en samt reyndi ég ekki við neina.


Já, og boltinn með Guðna Bergs er mesti snilldarþáttur í heimi! Það er ekki til betra þynnkumeðal en að horfa á þann þátt á sunnudögum.

Jammm, og Florida urðu Baseball meistarar í Bandaríkjunum í gær. Þeir unnu Yankees. Þannig að tvö lið í Öxulveldi hins illa: Yankees og Man United töpuðu um helgina. Það er gott!

289 Orð | Ummæli (8) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33