« desember 15, 2003 | Main | desember 18, 2003 »

Læknisskoðun

desember 16, 2003

Ok, þá er það opinbert. Þeir á Múrnum hafa núna skrifað fleiri greinar um grimmilega læknisskoðun Bandaríkjamanna á Saddam Hussein, heldur en um öll voðaverk sem Hussein framdi meðan hann var við stjórn.

Verst af öllu er að stjórnvöld í ríkjum heimsins virðast ekki kippa sér upp við þetta. Í það minnsta æmtir hvorki né skræmtir í hinum staðföstu stuðningsmönnum Bandaríkjanna við þessi mannréttindabrot.

Mannréttingabrot? Að það hafi verið leitað að lúsum á gaurnum í sjónvarpi!? Ó plís!! Hvar voru Múrsmenn þegar Saddam framdi sín voðaverk, sem voru flestöll mun alvarlegri en læknisskoðanir? Ekki man ég eftir mörgum mótmælum þeirra útaf illverkum Saddam.

Þetta sannar bara enn einu sinni að einu illmenni heimsins í augum þeirra á Múrnum eru Bandaríkjamenn.

120 Orð | Ummæli (18) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33