Letters! We’ve got letters! We’ve got lots and lots of letters!
* Ég er með alveg FÁRÁNLEGA stutt hár núna. Ég þori varla útúr húsi. Þessi klipping er talsvert styttri en [þessi klipping](http://flickr.com/photos/einarorn/2442724107/). AAaaaargh, fokk. Stelpan sem klippti mig hafði rosalega áhyggjur af því að hún væri að klippa eitthvað vitlaust og þær reyndust á rökum reistar. Einhvern veginn finnst mér hárið alltaf síðara í stólnum en það er þegar ég kem heim.
* Í gær horfði ég á Age of Love, enda það krappí raunveruleikasjónvarpsdrasl (sem er mitt uppáhald). Þessi þáttaröð er full af snilldar mómentum. Í þættinum í gær sagði ein 42 ára konan að hún væri orðin 42 ára og því þyrfti hún ekki lengur að eltast við stráka. Hver lógíkin í þessari fullyrðingu er veit ég ekki. Ég hefði haldið að þörf kvenna til að actually gera eitthvað, í stað þess að bíða eftir að strákarnir komi til þeirra, myndi aukast með aldrinum. En hvað veit ég?
* Allavegana, ég átti alveg lygilega frábæra helgi um síðustu helgi. Fór með vinum mínum í Paintball fyrir austan fjall og svo í sumarbústað við Álftavatn þar sem var ótrúlega gaman að drekka fram á morgun. Ég keyrði svo í bæinn og sótti frænku mína og við fórum svo saman í Húsafell þar sem öll fjölskyldan mín var í útilegu. Þar borðaði ég ótrúlega góðan mat, lá í sólbaði og talaði við fólkið í fjölskyldunni og slóst við litlu frændur mína.
* Í alvöru talað, þið fólk sem ég þekki ekki neitt, HÆTTIÐ að senda mér þennan N1/Shell ruslpóst! Líkurnar á að ég sé móttækilegur fyrir áróðri um að hætta að versla við N1 eru sirka _NÚLL_!
* Nú á ég bara tvo þætti eftir af Lost seríunni.
* Er þetta besta atriði kvikmyndasögunnar? Ég man ennþá þegar ég var lítill strákur og sá þetta atriði í fyrsta skipti. Lagið er enn eitt besta lag í heimi til að hlusta á í líkamsræktinni. Já, og ekki er þetta verra!
Takk.