Íbúðaskipti – viltu eyða jólunum í Stokkhólmi?

Við Margrét erum að leita af íbúðaskiptum um jólin.

Íbúðin okkar (90 ferm. á besta stað í Södermalm í Stokkhólmi) stendur til boða frá 20. des til 6. jan. Á móti vantar okkur huggulega íbúð miðsvæðis í Reykjavík. Bíll í kaupbæti væri ekki verra. Í íbúðinni okkar býr sætasti köttur í heimi og fylgir hann í skiptunum.

Endilega sendið póst á Margréti ef þið hafið áhuga.

Íbúðaskipti Stokkhólmur – Reykjavík í sumar

Við Margrét erum að leita að fólki, sem er tilbúið í íbúðaskipti við okkur í sumar.

Tímabilið sem um ræðir er 12. júlí til 2. ágúst.

Það sem við erum að leita eftir er íbúð miðsvæðis í Reykjavík og helst bíl með.

Á móti færð þú mjög fallega íbúð á besta stað á eyjunni Södermalm í Stokkhólmi. Sirka 50 metrum frá Medborgarplatsen, sem er torg sem iðar af mannlífi á sumrin í Stokkhólmi. Íbúðin er 50 metrum frá neðanjarðarlestastöð og hérna í nágrenninu er gríðarlegt magn af börum, veitingastöðum og öðru skemmtilegu. Þetta er einn allra besti staðurinn að búa á í þessari frábæru borg.

Kötturinn Suarez býr hérna og viðkomandi þurfa að hugsa um hann. Áhugasamir vinsamlegast sendið póst á margretrossig@gmail.com sem fyrst.

Íbúðir, Paul's boutique og The Wrestler

Punktar!

 • Þar sem ég er að leita mér að húsnæði í Stokkhólmi, þá hef ég óvenju mikinn áhuga á fasteignamálum þessa dagana. Í þessari borg er alveg ótrúlegt magn af gömlum, fallegum byggingum. Ein íbúðin, sem við Margrét skoðuðum var til að mynda í húsi á Gamla Stan, sem var byggt árið 1680. Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifinn af gömlum húsum og því er þetta spennandi borg fyrir mig. Ef okkur tekst að semja við bankann, þá erum við vongóð um að geta keypt okkur íbúð einhvers staðar í Vasastan eða hér á Södermalm, þar sem við búum núna í pínkulítilli leiguíbúð.
 • Talandi um íbúðir, hérna getur þú keypt íbúðina hans Jóns Ásgeirs á Manhattan fyrir aðeins 25 milljónir dollara. Sjá frétt í NY Times.
 • Paul’s Boutique er víst næstum því 20 ára gömul og Pitchfork gefa endurútgáfu hennar 10 í einkunn. Ég hef ekki hlustað á hana í næstum því 5 ár samkvæmt iTunes. Það er magnað. Ég hlustaði því á hana í morgun. Mikið ótrúlega er þetta góð plata. Ég uppgötvaði hana ekki fyrr en mörgum árum eftir að hún kom út, en ég hef samt alltaf haldið gríðarlega mikið uppá hana.
 • Við sáum The Wrestler í gær, sem er frábær mynd. Það eru auðvitað allir búnir að tala um Mickey Rourke og hversu góður hann er, þannig að væntingarnar okkar voru miklar, en hann stendur algjörlega undir þeim. Besta mynd, sem ég hef séð síðustu mánuði. Ég er líka búinn að sjá Vicky Cristina Barcelona, sem er fín Woody Allen mynd.
 • Lokalagið í myndinni heitir The Wrestler. Það er frábært lag, samið og sungið af meistara Bruce Springsteen og er af nýju plötunni hans Working on a Dream, sem mér finnst líka vera afskaplega góð.

Margrét er að vinna í allan dag en ég í fríi. Það er enginn fótbolti í sjónvarpinu, þannig að ég veit varla hvað ég á að gera. Ég er búinn að hlaupa úti í miklum kulda í morgun og er núna að drekka morgunkaffið mitt. Ætli ég fari ekki bara á kaffihús og reyni að skrifa email til fólks, sem ég hef dregið alltof lengi að skrifa. Það er sennilega ágætis hugmynd.

Morðhöfuðborgin Caracas

Samkvæmt þessari frétt þá er mín gamla heimaborg Caracas sú borg í heiminum þar sem flest morð eru framin. Í fyrra voru framin þar 130 morð á hverja 100.000 íbúa. Sú tala er með hreinum ólíkindum. Það jafngildir því að á Íslandi væru framin á hverju ári um 420 morð. Bara í desember voru framin 510 morð í borginni.

Þetta er enn eitt dæmið um hina afleitu stjórn Hugo Chavez, sem nú hefur verið við völd í 10 ár.

Skýjakljúfur

Þetta eru hreint ótrúlega magnaðar myndir af hæstu byggingu í heims, Burj Dubai, sem er verið að klára í Dubai.

Hérna má sjá þverskurðarteikningu af byggingunni, sem nær 70 metra ofaní jörðina og 819 metra uppúr jörðu.  Þessi bygging er til dæmis þrjú hundruð metrum hærri en Sears Tower í Chicago.

Hérna eru fleiri myndir: Séð yfir nágrenniðHorft uppá bygginguna.

Það er alveg ljóst að næst þegar ég flýg með Emirates, þá mun ég stoppa einhverja daga í Dubai.

(via)

Stelpa, Lost, sólgleraugu og útilega

Punktar:

 • Stelpa, sem þú átt ekki sjens í, talar um hvernig þú átt að ná í stelpur sem eru aðeins minna sætar.
 • Í kvöld fór ég með vinum útað borða og fékk verulega vondan mat. Það þýðir að ég er búinn að fara á þrjá nýja veitingastaði í röð án þess að vera ánægður með matinn. Það er ekki sérlega góður árangur.
 • Ég er á leiðinni í útilegu með góðum vinum á morgun. Ég er spenntur. Þetta sumar er strax farið að líta miklu betur út en síðasta sumar.
 • Ég týndi sólgleraugunum mínum (þessum hérna) og ég er búinn að vera alveg miður mín síðustu daga. Agalegt ástand!
 • Er að hlusta á nýja Portishead diskinn, sem lofar góðu.
 • Kláraði að horfa á fjórðu seríuna í Lost. Lokaþátturinn var verulega góður, en þessi sería var samt pínu vonbrigði eftir frábæran lokahluta á þriðju seríunni. Ágætis mælikvarði á hrifningu mína er sá að ég horfði nánast aldrei á heilan Lost þátt í einni atrennu í fjórðu seríunni. Mér tókst alltaf að rífa mig upp til að fara á klósettið eða skoða tölvupóst eða eitthvað ámóta gagnslaust. Ég var búinn að búast við loka-twistinu, en ég er samt alveg jafn spenntur fyrir fimmtu seríunni einsog ég var fyrir þeirri fjórðu.
 • Fyrir utan Lost, þá eru það eiginlega bara Office þættirnir sem ég er spenntur fyrir. Jú, ég hef líka verið að horfa á Gray’s Anatomy með vinkonu minni og ég fíla þá þætti. En fyrir utan þessa þrjá þætti (og jú Entourage líka) þá er ég eiginlega ekki spenntur fyrir neinum þáttum. Ég ætla að horfa á Dexter, sem margir hafa mælt með og svo ætla ég líka að horfa á The Wire. Er ég að missa af einhverju öðru? Eru til dæmis engir gamanþættir í dag, sem er þess virði að horfa á?

Ruslpóstur, klipping og Rocky

Letters! We’ve got letters! We’ve got lots and lots of letters!

* Ég er með alveg FÁRÁNLEGA stutt hár núna. Ég þori varla útúr húsi. Þessi klipping er talsvert styttri en [þessi klipping](http://flickr.com/photos/einarorn/2442724107/). AAaaaargh, fokk. Stelpan sem klippti mig hafði rosalega áhyggjur af því að hún væri að klippa eitthvað vitlaust og þær reyndust á rökum reistar. Einhvern veginn finnst mér hárið alltaf síðara í stólnum en það er þegar ég kem heim.

* Í gær horfði ég á Age of Love, enda það krappí raunveruleikasjónvarpsdrasl (sem er mitt uppáhald). Þessi þáttaröð er full af snilldar mómentum. Í þættinum í gær sagði ein 42 ára konan að hún væri orðin 42 ára og því þyrfti hún ekki lengur að eltast við stráka. Hver lógíkin í þessari fullyrðingu er veit ég ekki. Ég hefði haldið að þörf kvenna til að actually gera eitthvað, í stað þess að bíða eftir að strákarnir komi til þeirra, myndi aukast með aldrinum. En hvað veit ég?

* Allavegana, ég átti alveg lygilega frábæra helgi um síðustu helgi. Fór með vinum mínum í Paintball fyrir austan fjall og svo í sumarbústað við Álftavatn þar sem var ótrúlega gaman að drekka fram á morgun. Ég keyrði svo í bæinn og sótti frænku mína og við fórum svo saman í Húsafell þar sem öll fjölskyldan mín var í útilegu. Þar borðaði ég ótrúlega góðan mat, lá í sólbaði og talaði við fólkið í fjölskyldunni og slóst við litlu frændur mína.

* Í alvöru talað, þið fólk sem ég þekki ekki neitt, HÆTTIÐ að senda mér þennan N1/Shell ruslpóst! Líkurnar á að ég sé móttækilegur fyrir áróðri um að hætta að versla við N1 eru sirka _NÚLL_!

* Nú á ég bara tvo þætti eftir af Lost seríunni.

* Er þetta besta atriði kvikmyndasögunnar? Ég man ennþá þegar ég var lítill strákur og sá þetta atriði í fyrsta skipti. Lagið er enn eitt besta lag í heimi til að hlusta á í líkamsræktinni. Já, og ekki er þetta verra!

Takk.

Punktablogg á sunnudegi

Af því að ég get varla komið frá mér heilstæðri bloggfærslu, þá kemur punktablogg

 •  Ég er rooosalega ánægð með þá yfirlýsingu Inbibjargar Sólrúnar á flokkstjórnarfundinum í dag að skoða eigi tolla á kjúklingum og svínakjöti.  Framleiðsla á þessum vörum er auðvitað bara iðnaður og á ekki að vera vernduð einsog sauðfjárrækt.  Ég verð nú að játa að ég er pínu að hugsa um sjálfan mig þarna því fyrirtækið mitt kaupir kjúklingakjöt fyrir tugi milljóna á ári.
 • Í gærkvöldi var mér boðið í tvö partí, en vegna þreytu (þar sem ég var að djamma á föstudagskvöldinu) þá meikaði ég ekki að koma mér útúr húsi.
 • Í stað þess horfði á á Bush’s War – 5 klukkutíma af Frontline þáttum um Íraksstríðið og baráttuna innan Bush stjórnarinnar.  Frábært efni.  Það er hægt að horfa á þetta online á pbs.org og ég mæli með því fyrir alla (eða þá að fólk nái sér í þetta á torrent síðum) þar sem að Frontline er aldrei sýnt á Íslandi þótt sá þáttur sé 20 sinnum betri en t.a.m. 60 minutes.
 • Liverpool vann Everton í dag.  Það var ljómandi skemmtilegt.  Ég er orðinn nokkuð hrifinn af þessum Torres gaur, sem á það til að skora fyrir mitt lið.
 • Ég er vanalega nokkuð hrifinn af Atla Gíslasyni sem stjórnmálamanni, en það verður að segjast einsog er að umræða um efnahagsmál einsog var í Silfri Egils í dag virkar ekki hans sterkasta hlið.  Allavegana fannst mér hann ekki ýkja sannfærandi.
 • Hins vegar var viðtalið við gaurinn í Torfusamtökunum fínt.  Ég er eiginlega alveg kominn inná þá hugmynd sem hefur verið sett fram að vernda einfaldlega allan miðbæinn og gera ákveðnar kröfur á húseigendur í miðborginni.  Menn eiga að viðhalda húsunum í sinni upphaflegu mynd og ef þeir byggi nýjar byggingar, þá verði þær að vera í svipuðum stíl og eldri byggingar.  Já, og svo þarf að taka hart á þeim sem nást við þá iðju að vera að spreyja á gömul og falleg hús.

Fleira var það ekki.