Punktar:
- Stelpa, sem þú átt ekki sjens í, talar um hvernig þú átt að ná í stelpur sem eru aðeins minna sætar.
- Í kvöld fór ég með vinum útað borða og fékk verulega vondan mat. Það þýðir að ég er búinn að fara á þrjá nýja veitingastaði í röð án þess að vera ánægður með matinn. Það er ekki sérlega góður árangur.
- Ég er á leiðinni í útilegu með góðum vinum á morgun. Ég er spenntur. Þetta sumar er strax farið að líta miklu betur út en síðasta sumar.
- Ég týndi sólgleraugunum mínum (þessum hérna) og ég er búinn að vera alveg miður mín síðustu daga. Agalegt ástand!
- Er að hlusta á nýja Portishead diskinn, sem lofar góðu.
- Kláraði að horfa á fjórðu seríuna í Lost. Lokaþátturinn var verulega góður, en þessi sería var samt pínu vonbrigði eftir frábæran lokahluta á þriðju seríunni. Ágætis mælikvarði á hrifningu mína er sá að ég horfði nánast aldrei á heilan Lost þátt í einni atrennu í fjórðu seríunni. Mér tókst alltaf að rífa mig upp til að fara á klósettið eða skoða tölvupóst eða eitthvað ámóta gagnslaust. Ég var búinn að búast við loka-twistinu, en ég er samt alveg jafn spenntur fyrir fimmtu seríunni einsog ég var fyrir þeirri fjórðu.
- Fyrir utan Lost, þá eru það eiginlega bara Office þættirnir sem ég er spenntur fyrir. Jú, ég hef líka verið að horfa á Gray’s Anatomy með vinkonu minni og ég fíla þá þætti. En fyrir utan þessa þrjá þætti (og jú Entourage líka) þá er ég eiginlega ekki spenntur fyrir neinum þáttum. Ég ætla að horfa á Dexter, sem margir hafa mælt með og svo ætla ég líka að horfa á The Wire. Er ég að missa af einhverju öðru? Eru til dæmis engir gamanþættir í dag, sem er þess virði að horfa á?
Þú ert að missa af “30 Rock” heyrist mér, fyndustu þættir sem hafa verið skrifaðir á þessari öld.
Alveg sammála þér með Entourage og The Office eru algjör snilld. Gafst reyndar uppá Lost og Gray’s Anatomy í annari seríu. The Wire er algjör snilld búinn að horfa á allar fimm seríunar.
30 Rock komu á óvart og eru virkilega góðir, svo eru It’s always sunny in Philadelphia líka fínar gamanseríur.
Klovn..
Dexter er alveg topp stöff – hefurðu séð Californication? Þeir voru líka frábærir.
Já, búinn að sjá Californication og ætla að tékka á 30 Rock.
Vandamálið með Klovn er að ég missti af þeim á RÚV. Er hægt að kaupa þá e-s staðar?
Ef þú hefur ekki séð Flight of the Conchords þá hefur þú ekki lifað.
Búinn að sjá þá. 🙂
Og já, sólgleraugun eru fundin. Þakka öllum sem sendu samúðarkveðjur.
Jekyll, breskir spennu drama þættir http://en.wikipedia.org/wiki/Jekyll_(TV_series)
Breaking bad. Kom rosalega á óvart. Svartur húmor og pabbinn í Malcolm in the middle sem meth bruggari.
Pushing daisies – Öðruvísi!
nú er ég forvitin, hvaða veitingarstaðir eru þetta (geri ráð fyrir reyndar að ég viti hver einn af þeim eru)
ég missti af Klovn líka hef heyrt að þeir séu rosa fyndnir, held að það séu engir aðrir í gangi sem eru must see..
Við borðuðum saman á tveim þeirra og sá þriðji er við Ingólfstorg.
Ég verð líka að mæla með Dexter. Ég las fyrstu tvær bækurnar áður en ég byrjaði að horfa á þættina (bækurnar eru verulega góðar) og aðalleikarinn er bara nákvæmlega eins og maður hafði ímyndað sér hann, ef ekki bara betri – eitthvað sem ég hef aldrei séð gerast áður með bók -> sjónvarp/bíómynd.
Þættirnir víkja frekar mikið frá söguþráð bókanna, þótt fyrsta serían byggir á fyrstu bókinni, Darkly Dreaming Dexter. Ég mundi mæla með því að þú læsir alla vegna fyrstu bókina áður en þú byrjar að horfa, hinar bækurnar og seinni serían eiga litla samleið.
þessi stúlka þarna á “linknum” hjá þér er bara fyndin… svo finnst mér fólk alveg vera að gleyma gæðaseríum líkt og Bold og Guiding light. 🙂
Breaking Bad eru frábærir þættir. Alveg lausir við alla froðu, ættir að geta keypt fyrstu seríuna á i-tunes.
Mæli með Peep Show, bresk gleði eins og hún gerist best.
*Gavin and Stacy (veit ekki hvort að hægt er að kaupa þá hér heima, at least hægt að dl þeim.) — Mjög skemmtilegir breskir þættir.
mér skilst að klovn eigi að koma út 1. sept með íslenskum texta
ég er svooo að spara þá þar til þá:)
Okei, það er flott.
How I met your mother – Snilldarþættir.
Ok, tékka á þeim líka.