Letters! We’ve got letters! We’ve got lots and lots of letters!
* Ég er með alveg FÁRÁNLEGA stutt hár núna. Ég þori varla útúr húsi. Þessi klipping er talsvert styttri en [þessi klipping](http://flickr.com/photos/einarorn/2442724107/). AAaaaargh, fokk. Stelpan sem klippti mig hafði rosalega áhyggjur af því að hún væri að klippa eitthvað vitlaust og þær reyndust á rökum reistar. Einhvern veginn finnst mér hárið alltaf síðara í stólnum en það er þegar ég kem heim.
* Í gær horfði ég á Age of Love, enda það krappí raunveruleikasjónvarpsdrasl (sem er mitt uppáhald). Þessi þáttaröð er full af snilldar mómentum. Í þættinum í gær sagði ein 42 ára konan að hún væri orðin 42 ára og því þyrfti hún ekki lengur að eltast við stráka. Hver lógíkin í þessari fullyrðingu er veit ég ekki. Ég hefði haldið að þörf kvenna til að actually gera eitthvað, í stað þess að bíða eftir að strákarnir komi til þeirra, myndi aukast með aldrinum. En hvað veit ég?
* Allavegana, ég átti alveg lygilega frábæra helgi um síðustu helgi. Fór með vinum mínum í Paintball fyrir austan fjall og svo í sumarbústað við Álftavatn þar sem var ótrúlega gaman að drekka fram á morgun. Ég keyrði svo í bæinn og sótti frænku mína og við fórum svo saman í Húsafell þar sem öll fjölskyldan mín var í útilegu. Þar borðaði ég ótrúlega góðan mat, lá í sólbaði og talaði við fólkið í fjölskyldunni og slóst við litlu frændur mína.
* Í alvöru talað, þið fólk sem ég þekki ekki neitt, HÆTTIÐ að senda mér þennan N1/Shell ruslpóst! Líkurnar á að ég sé móttækilegur fyrir áróðri um að hætta að versla við N1 eru sirka _NÚLL_!
* Nú á ég bara tvo þætti eftir af Lost seríunni.
* Er þetta besta atriði kvikmyndasögunnar? Ég man ennþá þegar ég var lítill strákur og sá þetta atriði í fyrsta skipti. Lagið er enn eitt besta lag í heimi til að hlusta á í líkamsræktinni. Já, og ekki er þetta verra!
Takk.
ógeðslega pirrandi þegar íslensku olíufélögin veikja krónuna og hækka heimsmarkaðsverð á olíu
ohhhhh það er svo PIRRANDI!
þoli ekki heldur svona illa skrifað drasl, fullt af einhverju mega kjaftæði
hey ég fór með mynd í klippingu (klippigæinn var alveg að fílaða) oooog lét klippa mig styttra en alltaf
ég er alveg lovin it maður!!
Mér finnst nú bara allt í lagi að þitt fyrirtæki sýni smá samfélagslega ábyrgð og verzli aðeins á Olís.
Sjitt, ég er búinn að fá fleiri svona email í morgun. Og þetta er allt fólk, sem hefur sent mér sirka eitt annað email á síðasta ári.
Á ég að skilja það svo að þetta fólk trúi því í alvöru að þessi aðgerð muni gera eitthvað til að lækka verðið á bensíni? Fattar fólk það í alvöru ekki að þegar að verðið hækkar svona mikið, þá verður álagning endursöluaðilanna undir meiri þrýstingi?
Dæs!
Við erum að fara að opna stað númer 2 á N1 stöð í næstu viku, þannig að nei, við munum ekki versla á Olís. Ekki fræðilegur. 🙂
já þetta email er mega moggablogg
úúú, ég var líka í húsafelli á laugardaginn .. fór á brennu og svona (getur verið að ég sé að misreikna mig í tíma og rúmI) en það var æðislegt þarna …
Að pirra sig á þessum olíupósti er eins og að pirra sig á moggabloggi – hægt að heimfæra það á sömu reglur, maður hendir þessu og sleppir því að skoða moggabloggið. Skil ekki alveg afhverju fólk nennir einu sinni að pirra sig á þessum moggabloggum endalaust – en það er alltaf svona issue sem kemur af og til upp býst ég við.
Ok, ég var þarna líka á laugardagskvöldið á brennunni. Horfði þar á einhverja stórkostlega tveggja manna hljómsveit misþyrma einhverjum dægurlögum. Mjög hresst.
Moggabloggið er þvingað uppá mig við lestur á uppáhalds dagblaðinu mínu. Ruslpósti er þvingað uppá mig. Það er auðvitað hægt að eyða póstinum, en það réttlætir hann ekki.
það er ekki bara það heldur hefur það líka komið mega óorði á blogg
sem augljóslega bitnar ár okkur frábæru bloggurunum;)
Jiiiii… ekki vissi ég að það væri hægt að pirra sig svona á smámálum. Ég var ein af þeim sem sendi þér þennan póst – eiginlega óvart. Ég ætlaði að bæta öðrum Einari Erni á póstlistann en gerði óvart þig. Fattaði það samt um leið en hugsaði svo með mér: “æ, það sakar ekki að senda þessum Einari líka”. Ef ég hefði vitað að það mundi valda þér svona miklum sálarkvölum þá hefði ég sleppt því. Biðst bara innilegar afsökunar á þessum óþægindum og lofa að senda þér aldrei neitt oftar.
P.S. Til hamingju með nýja staðinn.
Jiiii, ég vissi ekki að það væri hægt að taka bloggfærslu svona persónulega.
Hvort er meira pirrandi að 15 manns sendi manni sama tölvupóstinn (margir á vinnu-emailið mitt) eða þá að ég pirri mig yfir þessu á blogginu mínu, sem að nokkrir lesa?
Ég myndi telja hið fyrrnefnda.
Skemmtileg svona málefnaleg komment 🙂