Skýjakljúfur

Þetta eru hreint ótrúlega magnaðar myndir af hæstu byggingu í heims, Burj Dubai, sem er verið að klára í Dubai.

Hérna má sjá þverskurðarteikningu af byggingunni, sem nær 70 metra ofaní jörðina og 819 metra uppúr jörðu.  Þessi bygging er til dæmis þrjú hundruð metrum hærri en Sears Tower í Chicago.

Hérna eru fleiri myndir: Séð yfir nágrenniðHorft uppá bygginguna.

Það er alveg ljóst að næst þegar ég flýg með Emirates, þá mun ég stoppa einhverja daga í Dubai.

(via)

5 thoughts on “Skýjakljúfur”

  1. Jebb, flottar myndir þarna á ferð. Væriru samt til í að setja inn linkinn fyrir þverskurðarteikninguna, það hefur eitthvað farið fyrir ofan garð og neðan.

  2. Loftmyndin síðasta er ekki af Dubai eins og hún er í dag. Þetta er bara plan þeirra í framtíðinni. Þeir eru eingungis búnir að fylla upp í tvo pálma þ.e. þessi í miðjunni og komnir á veg með þennan til vinstri en ekkert af hálfmánanum í kring. Þá er enn verið að móta heiminn (eyjarnar) þó svo þær séu flestar klárar. Þá er ekkert byrjað á pálmanum lengst til hægri. Í september opnar Atlantis hótelið á litla pálmanum http://www.atlantisthepalm.com/

    Tvö önnur fyrirtæki í eigu Sjeik Mohammed eru síðan í startgírnum með að byggja enn hærri byggingu en Burj Dubai og fara af stað um leið og þau vita hvað turninn verður hár svo þau geti toppað hæðina.

Comments are closed.