Samkvæmt þessari frétt þá er mín gamla heimaborg Caracas sú borg í heiminum þar sem flest morð eru framin. Í fyrra voru framin þar 130 morð á hverja 100.000 íbúa. Sú tala er með hreinum ólíkindum. Það jafngildir því að á Íslandi væru framin á hverju ári um 420 morð. Bara í desember voru framin 510 morð í borginni.
Þetta er enn eitt dæmið um hina afleitu stjórn Hugo Chavez, sem nú hefur verið við völd í 10 ár.
Mjög sorgleg tölfræði.
Mig langar mjög að ferðast til svona borga eins og Caracas en svona upplýsingar láta mann hugsa sig tvisvar um.
Sama með öll mannránin í Brasilíu.
Kannski er ég bara svona paranoid.
Einar, leiðréttu mig ef ég fer með rangt mál, fyrir 10 árum síðan vorum við saman í þessari borg.
Þá var Hugo vinur þinn einmitt að sverja embættiseið sinn og þá vermdi Caracas þetta sama sæti í morðum.
Nú er ég svosem enginn aðdáandi Chavez-ar en það er einhvern veginn þannig að þeir í Caracas hafa hreinlega alltaf verið fremstir meðal jafningja á þessu sviði, með eða án Chavez 🙂
HHG, það er nú alltaf hægt að finna svæði í þessum borgum þar sem maður er ágætlega óhultur. Langflest morðin eru vanalega framin á afmörkuðum svæðum.
En það breytir ekki því að Caracas er gríðarlega hættuleg.
Emil, síðan að Chavez tók við hefur morðtíðnin aukist um 67%. Borgin var hættuleg fyrir, en núna er hún orðin langtum verri en áður.