Af því að ég get varla komið frá mér heilstæðri bloggfærslu, þá kemur punktablogg
- Ég er rooosalega ánægð með þá yfirlýsingu Inbibjargar Sólrúnar á flokkstjórnarfundinum í dag að skoða eigi tolla á kjúklingum og svínakjöti. Framleiðsla á þessum vörum er auðvitað bara iðnaður og á ekki að vera vernduð einsog sauðfjárrækt. Ég verð nú að játa að ég er pínu að hugsa um sjálfan mig þarna því fyrirtækið mitt kaupir kjúklingakjöt fyrir tugi milljóna á ári.
- Í gærkvöldi var mér boðið í tvö partí, en vegna þreytu (þar sem ég var að djamma á föstudagskvöldinu) þá meikaði ég ekki að koma mér útúr húsi.
- Í stað þess horfði á á Bush’s War – 5 klukkutíma af Frontline þáttum um Íraksstríðið og baráttuna innan Bush stjórnarinnar. Frábært efni. Það er hægt að horfa á þetta online á pbs.org og ég mæli með því fyrir alla (eða þá að fólk nái sér í þetta á torrent síðum) þar sem að Frontline er aldrei sýnt á Íslandi þótt sá þáttur sé 20 sinnum betri en t.a.m. 60 minutes.
- Liverpool vann Everton í dag. Það var ljómandi skemmtilegt. Ég er orðinn nokkuð hrifinn af þessum Torres gaur, sem á það til að skora fyrir mitt lið.
- Ég er vanalega nokkuð hrifinn af Atla Gíslasyni sem stjórnmálamanni, en það verður að segjast einsog er að umræða um efnahagsmál einsog var í Silfri Egils í dag virkar ekki hans sterkasta hlið. Allavegana fannst mér hann ekki ýkja sannfærandi.
- Hins vegar var viðtalið við gaurinn í Torfusamtökunum fínt. Ég er eiginlega alveg kominn inná þá hugmynd sem hefur verið sett fram að vernda einfaldlega allan miðbæinn og gera ákveðnar kröfur á húseigendur í miðborginni. Menn eiga að viðhalda húsunum í sinni upphaflegu mynd og ef þeir byggi nýjar byggingar, þá verði þær að vera í svipuðum stíl og eldri byggingar. Já, og svo þarf að taka hart á þeim sem nást við þá iðju að vera að spreyja á gömul og falleg hús.
Fleira var það ekki.
One thought on “Punktablogg á sunnudegi”
Comments are closed.