Undanfarnar vikur er ég búinn að skanna inn gríðarlegt magn af gömlum filmum. Sem betur fer var ég dálítill ljósmyndanörd þegar ég var minni og hélt því vel uppá allar negatívurnar mínar. Það hefur komið sér vel og eftir að ég keypti skanna um jólin hef ég verið að dunda mér við að koma þessu á stafrænt form í hárri upplausn.
Núna er ég búinn að skanna um 1.700 myndir inn. Ég ætla svona öðru hvoru að henda hérna inn myndum, sem ég geymi á Flickr sem eru frá einhverjum atburðum í mínu lífi.
Fyrsta myndin kemur hér, en hún er ein af mínum uppáhalds myndum. Hún er tekin í desember 1998. Þarna er ég ásamt þremur vinum mínum, Emil, Borgþóri og Friðrik. Við erum staddir á Inca Trail í Perú. Það er göngustígur, sem er yfir Urubamba ánni í Perú og liggur uppað Machu Picchu. (smelltu hér til að fá stærri útgáfu af myndinni)
Þegar við fórum í þessa 4 daga göngu þá gat fólk enn farið þessa göngu án leiðsögumanna (núna er bara hægt að fara í hópum). Við vorum því bara 4 saman með kort og vorum einir nánast allan daginn. Við hittum einstaka sinnum gönguhópa, fulla af fólki með litlar handtöskur, sem lét gædana bera allt dótið fyrir sig. Við hins vegar vorum að burðast með 20 kílóa poka með tjaldi og mat, svo að það gerði þessa ferð enn skemmtilegri fyrir okkur.
Þessi ferð uppað Machu Picchu er klárlega einn af hápunktunum á þeim ferðalögum sem ég hef farið í um ævina.
Það er enn hægt að fara Inka Trail í “alvöru” göngu án þess að vera með burðar-leiðsögumenn og eingöngu vera með einn leiðsögumann/konu til að uppfylla nauðsynleg skilyrði og skrifa undir pappírana á varðstöðvunum á leiðinni.
Bara svona ef einhver les þessa síðu og er á leiðinni til Cuzco og láti nú ekki plata sig í rándýra prinsessu göngu þegar það er hægt að gera þetta miklu skemmtilegra 😉
Ha ha, prinsessu ganga. Það er helvíti gott orð. 🙂
Það er ekkert gaman að þessu þegar að gædarnir tjalda, elda matinn, taka upp tjöld, hlaupa á undan þér og mæta þér svo með tilbúnar tjaldbúðir og heitan mat í lok dags.
Ég myndi klárlega mæla með þessu kosti, sem þú talar um Daði. Stór hluti af þessu var stoltið yfir að hafa klárað þetta algjörlega sjálfir. Jafnvel þótt við hefðum alltaf sofnað klukkan 8 sökum þreytu.
Mig langar rosalega mikið til þess að sjá Machu Picchu og öfunda þig mikið að hafa ferðast svona mikið. Mín ferðalög eru nánast öll innan Evrópu og ég á enn eftir að fara til S-Ameríku. Ég held að ég hefði samt ekkert á móti svona prinsessu-göngu ef að ég á að vera aaaaaalveg hreinskilin 😉 taktu 10 ár af mér og þá hefði ég gert þetta sjálf he he he
Já, auðvitað hentar þetta einhverjum betur. En ef fólk hefur orkuna í að gera þetta erfiðu leiðina, þá mæli ég með henni. 🙂
Eg held ad helsti munurinn a thessari lysingu thinni a gongunni og minni reynslu i fyrra er folksfjoldinn a leidinni. Jafnvel tho ad thad se buid ad takmarka fjolda folks sem getur hafid gonguna a hverjum degi (og burdarmenn telja i theirri tolu), tha eru allir a ferdinni a sama tima a hverjum degi thannig ad madur er alltaf ad sja saman folkid. Tala nu ekki um a sidasta deginum thegar madur vaknar um midja nott og stillir ser upp i rod til thess ad vera fyrsti hopurinn ut ur sidustu budunum og hleypur svo upp ad solarhlidinu til thess ad sja Machu Picchu vid dagrenningu.
En…. thetta var samt sem adur storkostleg ferd….jafnvel tho ad minn vinahopur hafi verid med burdarmenn (Amerikanar sem hafa aldrei farid i gongusko adur og telja innanbaejar gongutura til fjallgongureynslu)…
Thu aettir ad kikja a Lost City of the Incas eftir Hiram Bingham. I theirri bok eru skemmtilegar lysingar a thvi hvernig var ad ferdast um svaedid a hans tima thegar hann “fann” Machu Picchu.
Já, okkur tókst að forðast mesta fjöldann með því að vakna mjög snemma á morgnana. Svo löbbuðum við vanalega eitthvað lengra eða skemur, svo við lentum ekki í þeim tjaldbúðum sem að allir túristarnir voru. Þannig vorum við að miklu leyti einir. Ég man bara eftir einum hluta ferðarinnar þar sem var farið mjög bratt upp, sem að mikill fjöldi af fólki safnaðist saman.
Tjöff…
Hvernig skanna ertu að nota? Var þetta e-h sem þú keyptir hér heima? Ég hef verið að leita að filmuskanna til að hafa heima fyrir en ekkert fundið hér sem er á mannsæmandi verði. Það þarf nefnilega ekki e-h ofur skanna til að henda inn myndum frá æskuárunum (hæfnin á myndavélina var líka fremur takmörkuð þá :S)
kv, tobs
Þetta er Canon skanni sem ég keypti í Nýherja – man ekki númerið, en get tékkað á því þegar ég kem heim.
CanoScan 8800F
Brilliant. Takk fyrir það. Reynist væntanlega vel í OS X?
Alveg þolanlega. Það fylgir forrit sem heitir Photo Studio með og það er sæmilegt.