« febrúar 24, 2004 | Main | mars 01, 2004 »
Fallegustu konur í heimi
Einhverra hluta vegna hef ég ekkert skrifað um stelpur á þessari síðu í fleiri vikur. Ég verð greinilega að fara að hugsa minn gang.
Allavegana, vegna þess að ég nenni ekki að horfa á brúðkaup Tristu og Ryan (hvaða pulluhaus datt í hug að það yrði skemmtilegt sjónvarspefni), þá er hérna listi yfir 10 fallegustu konur í heimi að mínu mati. Það eru alveg ein eða tvær íslenskar stelpur, sem ég gæti sett þarna, en ég sleppi því og hef þetta bara heimsþekktar konur. Sleppi líka stelpunni, sem ég hitti í strætó í Caracas og svoleiðis.
- Natalie Imbruglia: Ef það er hægt að verða ástfanginn af tónlistarmyndbandi, þá held ég að það hafi gerst þegar ég sá Torn í fyrsta skipti.
- Elizabeth Hurley: Ótrúleg!
- Audrey Hepburn: Ein fallegasta kona allra tíma. Þeir sem efast ættu að horfa á Breakfast at Tiffany's
- Angelina Jolie: Fær reyndar mínusstig fyrir að hafa leikið í leiðinlegustu mynd allra tíma, Tomb Raider
- Elsa Benitez
- Brooke Burke: Hún fékk mig til að horfa á "Wild On" á E! sjónvarpsstöðinni ansi mörg kvöld í röð.
- Elle McPherson
- Britney Spears: Já, Britní. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að við myndum passa alveg ýkt vel saman sem par. Hún er ennþá á lausu og ég er ennþá á lausu, svo það er alltaf von. Samt, þegar við byrjum saman þá verður hún ábyggilega ýkt fúl yfir því að ég skuli hafa sett hana í 8. sæti.
- Gisele Bundchen
- Jennifer Aniston
Ok, svona lítur þetta út. Ykkur er velkomið að hneykslast á þessu vali mínu. Af hverju ég hafi valið Britney en sleppt einhverri annarri og svo framvegis.
Vá, hvað ég á eftir að fá mörg "hit" frá Leit.is vegna þessarar færslu. Það verður gaman að skoða leitarstrengina, sem leiða menn inná þessa síðu
