« júlí 06, 2004 | Main | júlí 09, 2004 »

Fahreinheit 9/11 Download

júlí 08, 2004

Núna er hægt að nálgast Fahrenheit 9/11 á netinu. Michael Moore hefur gefið það út að hann sé fylgjandi því að menn nálgist myndina á netinu ókeypis.

Fylgið bara þessum leiðbeiningum á BoingBoing. Þetta er þó utanlandsniðurhal. Myndin er þó gríðarlega vinsæl á netinu og því ætti niðurhalið að vera mjög fljótlegt með BitTorrent.

54 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Netið

GMAIL boðskort

júlí 08, 2004

Ég á enn eitt GMAIL invite eftir, ef einhver hefur áhuga.

11 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Netið

Kim-Jong Tiger

júlí 08, 2004

Þetta brjálæðislega komment minnti mig á atriði, sem ég ætlaði að fjalla um fyrir löngu. Það er gríðarlegir golfhæfileikar Kim Jong Il, leiðtoga Norður-Kóreu.

Málið er að einsog NY Times fjalla um í þessari grein, þá er Kim-Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, ekki einungis mikill friðarsinni og mannvinur, heldur einnig BESTI golfspilari í heimi.

Kim-Jong Il hóf að spila golf árið 1994. Hann byrjaði vel (samkvæmt Norður-Kóreskum fréttastofum), því á fyrstu holunni sinni, þá fór hann holu í höggi. Ekki nóg með það, heldur á fyrsta hringnum fór hann holu í höggi alls fimm sinnum af 18 holum. Í lok dags hafði hann spilað þessar 18 holur á 39 höggum, sem er einmitt 38 undir pari vallarins.

Besta skorið á PGA túrnum er 59 högg, eða 20 fleiri högg en Kim-Jong Il fór á í sitt fyrsta skipti. Þannig að það er ljóst að leiðtogi Norður-Kóreu er mikið undrabarn á golfvellinum.

150 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Íþróttir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33