« Stelpur og Britní | Aðalsíða | GMAIL boðskort »

Kim-Jong Tiger

júlí 08, 2004

Þetta brjálæðislega komment minnti mig á atriði, sem ég ætlaði að fjalla um fyrir löngu. Það er gríðarlegir golfhæfileikar Kim Jong Il, leiðtoga Norður-Kóreu.

Málið er að einsog NY Times fjalla um í þessari grein, þá er Kim-Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, ekki einungis mikill friðarsinni og mannvinur, heldur einnig BESTI golfspilari í heimi.

Kim-Jong Il hóf að spila golf árið 1994. Hann byrjaði vel (samkvæmt Norður-Kóreskum fréttastofum), því á fyrstu holunni sinni, þá fór hann holu í höggi. Ekki nóg með það, heldur á fyrsta hringnum fór hann holu í höggi alls fimm sinnum af 18 holum. Í lok dags hafði hann spilað þessar 18 holur á 39 höggum, sem er einmitt 38 undir pari vallarins.

Besta skorið á PGA túrnum er 59 högg, eða 20 fleiri högg en Kim-Jong Il fór á í sitt fyrsta skipti. Þannig að það er ljóst að leiðtogi Norður-Kóreu er mikið undrabarn á golfvellinum.

Einar Örn uppfærði kl. 10:11 | 150 Orð | Flokkur: Íþróttir



Ummæli (3)


Phew, eins gott að hann fari ekki að skella sér á mótaröðina, það myndi alveg skemma spennuna! Ætli Tiger sé kannski að múta honum að halda sér frá golfvellinum?

Jensi sendi inn - 08.07.04 10:45 - (Ummæli #1)

Helvíti flott heimasíða hjá þér drengur. Koma svoooo fjanden.

Bjössi Guðmunds úr 6-T sendi inn - 08.07.04 14:59 - (Ummæli #2)

Æi, þetta er nú bara svona la la síða, hef séð þær mikið betri.

Biffi sendi inn - 08.07.04 16:30 - (Ummæli #3)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu