« október 09, 2004 | Main | október 11, 2004 »

Kappræður & djamm

október 10, 2004

Kláraði að horfa á Bush-Kerry kappræðurnar. Bush var umtalsvert betri en í fyrra skiptið, en að mínu áliti vann Kerry þetta aftur nokkuð örugglega. Bush var á tíðum pirraður og reyndi ítrekað að vera fyndinn, sem virkaði ekki alveg.

Gunni vinur minn benti á að Bush hefði virkilega vantað trommuleikara með sér. Þannig að í hvert skipti, sem hann reyndi að vera fyndinn hefði komið: “Da dam Tjissss”. Hann sagði alltaf brandarann og beið svo eftir að einhver myndi hlægja. Mjög fáir hlógu að bröndurunum, en þeir hefðu kannski virkað betur með trommunum.


Annars fór ég í gærkvöldi með vinum mínum útað borða og svo á Hverfisbarinn. Mjög skemmtilegt kvöld. Talaði við fullt af skemmtilegu fólki, þar á meðal Soffíu, sem ég hafði aldrei hitt áður og Óla, sem ég held að ég hitti í hvert skipti, sem ég fer á Hverfis. Ég fékk mér nokkra bjóra í fyrsta skipti í langan tíma og fann aðeins á mér, en ekki alvarlega. Að lokum vil ég enn endurtaka þá kröfu mína um að stelpur á föstu verði sérstaklega merktar á íslenskum skemmtistöðum. Það væri mun þægilegra að fá að vita það fyrirfram í stað þess að það komi fram í miðri setningu. Myndi án efa spara tíma og fyrirhöfn.

208 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Dagbók

Ljómandi skemmtileg færsla

október 10, 2004

Ég var að uppfæra yfir í Movabletype 3.11. Það ættu nú ekki að sjást neinar breytingar til að byrja með, en ætla að bæta inn nýjungum á næstu vikum.

Ef þessi færsla birtist, þá þýðir það allavegana að uppfærslan virkaði :-)

41 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33