« nóvember 29, 2004 | Main | desember 01, 2004 »

500 bestu lög allra tíma

nóvember 30, 2004

Rolling Stone eru búin að gefa út lista yfir 500 bestu lög allra tíma að þeirra mati. Þetta er svosem sæmilega “predictable” listi. Þarna er fullt af skemmtilegum lögum og alver heill hellingur af leiðinlegum lögum.

Svona er t.d. topp 10

  1. Like a Rolling Stone - Dylan
  2. Satisfaction - Stones
  3. Imagine - John Lennon
  4. What’s going On - Marvin Gaye
  5. Respect - Aretha Franklin
  6. Good Vibrations - Beach Boys
  7. Johnny B. Goode - Chuck Berry
  8. Hey Jude - The Beatles
  9. Smells Like Teen Spirit - Nirvana
  10. What’d I Say - Ray Charles

Þarna er náttúrulega æðislegt Dylan lag, (að mínu mati) leiðinlegt Stones lag, æðislegt Beach Boys lag, hundleiðinlegt Chuck Berry lag og svo mjög góð lög með Lennon, Bítlunum, Nirvana og Ray Charles.

Fyrir langa löngu gaf ég út lista með mínum 10 uppáhaldslögum. Af mínum lista komast eftirfarandi lög inná Rolling Stone listann: Ziggy Stardust 277, Free Bird 191 (eru þeir klikkaðir???) og Wish you were here 316. Það er hins vegar ekkert pláss fyrir Oasis, Smashing Pumpkins, Dr. Dre, Molotov og Jeff Buckley, sem voru á mínum lista.

Sem er náttúrulega hneyksli. :-)

Listinn er uppfullur af mjög gömlum lögum, en lítið af nýjum lögum. Þar á meðal eru nokkur stórkostlega leiðinleg lög á topp 100, einsog “I want to hold your hand” með Bítlunum, “Hound Dog” með Presley, “Be My baby” með Ronettes (öll lög í Dirty Dancing ættu að vera dæmt umsvifalaust úr leik), “Tutti Frutti” með Little Richard og “She Loves You” með Bítlunum. Kannski er bara tónlist áður en Dylan og Bítlarnir komu fram almennt séð leiðinleg.

Já, og hvernig endar Tangled up in Blue númer 68? Hvernig fá þeir út að Be My Baby sé betra lag? HVERNIG? Æ, maður á svosem ekki að vera að pirra sig yfir þessu.

308 Orð | Ummæli (17) | Flokkur: Tónlist

Davíð og Geir byrjaðir að hækka skatta

nóvember 30, 2004

Jammm, Davíð og Geir eru strax byrjaðir að hækka skatta eftir að hafa boðað skattalækkanir. En auðvitað er þetta bara áfengisgjald á sterk vín og það vita allir að við, sem drekkum gin, vodka, koníak eða aðra slíka drykki erum hvort eð er bara fyllibyttur, sem höfum ekki gott af því að vera að drekka. Þess vegna eru þessar skattahækkanir gríðarlega góðar fyrir okkur öll. Ekki satt?

Athyglisvert að þetta er klárað á einu kvöldi inní þingi. Íhaldið vill fá meira lof fyrir skattalækkanir, en reynir svo að þagga niður skattahækkanir.

91 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Stjórnmál