« Bannað að gagnrýna! | Aðalsíða | Hagfræðingur í megrun »
Uppáhaldslögin mín
Jæja, góðir lesendur, þá er komið að nýjum og frumlegum lið á þessari síðu: Topp 10 listi. Í þessum lið ætla ég að þylja upp uppáhalds- ýmislegt í mínu lífi. Allt frá borgum til kvikmynda og alls þess, sem mér dettur í hug. Gríðarlega interesante.
Ok, ég ætla að byrja þetta á uppáhaldslögunum mínum. Sennilega á þessi listi eftir að breytast mikið á næstu árum, en svona lítur hann út í júní 2003.
10. | Ziggy Stardust - David Bowie |
9. | Regulate - Warren G & Nate Dogg |
8. | Tonight Tonight - The Smashing Pumpkins |
7. | I Want You - Elvis Costello |
6. | Wit Dre Day - Dr. Dre, Snoop Dogg |
5. | Wonderwall - Oasis - Æ ég veit, það er ekki í tísku að fíla Oasis. Það breytir ekki þeirri staðreynd að þetta er alveg hreint magnað lag. Hin fullkomna melódía, sem ég fæ ekki leið á að hlusta á. |
4. | Last Goodbye - Jeff Buckley - Það er ekki nema tæpt ár síðan að ég heyrði Grace með Jeff Buckley í fyrsta skipti en á þeim tíma er þetta orðin ein af mínum uppáhaldsplötum. Last Goodbye er hápunktur plötunnar að mínu mati. |
3. | Freebird - Lynyrd Skynyrd - Flestir vinir mínir í Bandaríkjunum segja að þetta lag minni þá á mig og þykir mér nokkuð vænt um það. Stórkostlegt lag. Mun sennilega alltaf minna mig á New Orleans. |
2. | Wish you were Here - Pink Floyd - Ég þurfti náttúrulega að hafa eitt lag með uppáhaldshljómsveitinni minni, Pink Floyd. Það voru svo sem fjölmörg, sem komu til greina, til dæmis Comfortably Numb, Time, High Hopes og fleiri.
Hins vegar þá tengist Wish you Were Here einfaldlega svo mörgum augnablikum í ævi minni að mér þykir mest vænt um það lag. Snilld að semja hinn fullkomna "chorus" en nota hann bara einu sinni í laginu. |
1. | Gimme Tha Power - Molotov - Það er sennilega ekki neitt lag, sem ég á jafn erfitt með að fá leið á og þessi snilldar sósíalista áróður hinna mexíkósku Molotov. Þetta lag er tekið af einum af mínum uppáhaldsplötum: Donde Jugaran Las Ninas
Ég heyrði þetta lag í fyrsta skipti þegar ég bjó í Mexíkó fyrir 8 árum. Síðan þá hef ég meðal annars heyrt það tvisvar á tónleikum, í fyrra skiptið í Madrid árið 1999 og í seinna skiptið í Chicago 2001. Bæði skiptin voru ógleymanleg. Það er ekki bara að lagið sé fullkomið heldur er textinn yndislegur. Hann er uppfullur af mexíkósku stolti. Ungir menn, sem þrátt fyrir fátækt landsins síns, eru stoltir af því að vera Mexíkóar. Lagið fjallar um það hversu mikið yfirvöld (PRI) hafa misnotað sér völdin í Mexíkó. Pólítíkusar hafa orðið ríkir á kostnað almúgans. Si le das más poder al poder,
más duro te van a venir a joder.
Porque fuimos potencia mundial
y somos pobres nos manejan mal.
Dame, dame, dame todo el power Porque no nacimos donde no hay que comer, Ef þetta er ekki snilld, þá veit ég ekki neitt. |
Lög, sem voru nálægt: High Hopes, Comfortably Numb - Pink Floyd. Chicago - Frank Sinatra. Hero of the Day - Metallica. Comprendes Mendes - Control Machete. Murder Was the Case - Snoop Dogg. Dear Prudence - Bítlarnir. Mayonaise - The Smashing Pumpkins. Everything not Lost - Coldplay. A Long Time Ago - David Byrne. Goodbye Yellow Brick Road - Elton John. One Day - The Verve. Voto Latino - Molotov. Wake Up - Rage Against the Machine. As Tears Go By - The Rolling Stones. The Wild Ones - Suede. Life During Wartime - Talking Heads. Dream On - Aerosmith.
Ummæli (7)
Sælir. Ég legg það nú ekki í vana minn að skipta mér af tónlistarsmekk fólks. Hinsvegar verð ég bara aðeins að gagnrýna þig. Það að segja að Hero of the day með Metallica komi til greina á topp 10 en ekkert af fyrstu 5 plötunum er eins og að segja að Highlander 3 sé uppáhalds kvikmyndin manns. Í alvöru, þeir hefðu bara átt að hætta eftir svarta albúmið. En þetta er bara mín skoðun
Legg til að þú skiptir þessu út fyrir Fade to Black til dæmis…:p
Mer barst til eyrna að eh hafi gagnrýnt þig, hvað varð um þá færslu? Ekkert skondið að hafa hana kannski.
Top eh hjá mér: Rebel Rebel með Bowie er það eh staðar, að öðru leiti þá á ég ekkert skilst við top.
hvar eru bítlalögin?
Daði, það er ekkert mál að hafa gagnrýni á síðunni minni. Ég breytti listanum mínum í topp 10 en fattaði ekki að breyta titlinum á greininni, þangað til að mér var bent á það. Það voru náttúrulega bjánaleg mistök.
Hins vegar ef einhver er að kalla mig hálfvita einsog viðkomandi, þá nenni ég ekki að hafa það uppi. Sérstaklega ef fólk þorir ekki að skrifa undir nafni.
Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".
Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote
Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.
|
|
Ummæli:
|
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Leit:
Síðustu ummæli
- Einar Örn: Daði, það er ekkert mál að hafa gagnrýni á síðunni ...[Skoða]
- Kristjan: hvar eru bítlalögin? ...[Skoða]
- Dadi: Mer barst til eyrna að eh hafi gagnrýnt þig, hvað ...[Skoða]
- Scweppes: Sælir. Ég legg það nú ekki í vana minn að skipta m ...[Skoða]
- Einar Örn: JAmm, þetta var topp5 í byrjun, svo breytti ég því ...[Skoða]
- katrín: hey ég hefði nú búist við að sjá bló mæ vissúl bid ...[Skoða]
- Dadi: Mer syndist hann heita Topp 5 í byrjun, er ég full ...[Skoða]
Myndir:
Gamalt:
Topp 10:
Ég nota MT 3.2
Mer syndist hann heita Topp 5 í byrjun, er ég fullur?