Menning

Hildur og ég fórum á Art Institute of Chicago, sem er sennilega með merkari söfnum í heiminum. Við vorum að fara í fyrsta skiptið á þetta safn og var það alveg frábært. Þarna eru mörg fræg verk, einsog Mao eftir Andy Warhol, Nighthawks eftir Edward Hopper, American Gothic eftir Grant Wood og fleiri þekkt og frábær verk.