Liverpool…????

Mitt lið, Liverpool hefur verið að leika alveg hræðilega undanfarið. Ég var að vona að eitthvað myndi lagast í gær, en þá var Liverpool-Southampton sýndur í sjónvarpinu. Þannig að í hagfræðitíma gat ég ekki beðið eftir því að geta komist heim til að horfa á leikinn.

Leikurinn var hörmung!!!!!!!!!!!! Ég hefði heldur viljað halda áfram í hagfræði í tvo tíma í staðinn fyrir að horfa á leikinn.

Ég fór í dag á Liverpool heimasíðuna og sagði upp áskrifatarfljónustunni þeirra. Þeir báðu um ástæðu og sagði ég að ég nennti ekki að fylgjast með liðinu þangað til að það færi að skora mörk…

Ég ætla að vera með þögul mótmæli á sunnudaginn, því að í staðinn fyrir að fara niður í miðbæ og horfa á Arsenal-Liverpool ætla ég einfaldlega að sofa út. Ef Liverpool vinnur þann leik 3-0 mun ég hugsanlega endurskoða afstöðu mína.