Þrátt fyrir að pabbi minn hafi verið margverðlaunaður sundmaður, þá hef ég alla ævi verið blessunarlega laus við áhuga á sundi (auk þess, sem ég er alveg skuggalega lélegur sundmaður).
[Þetta blogg hjá Sverri Jakobs um sundkeppnina á Ólympíuleikunum](http://kaninka.net/sverrirj/010618.html) minnti mig á að setja fram byltingarkennda breytingatillögu mína á sundíþróttinni, sem ég hef verið að velta fyrir mér síðustu daga.
Mér hefur nefnilega alltaf fundist þetta verðlaunaflóð í sundi vera fáránlegt. Það er með ólíkindum að hægt sé að vinna kapp yfir sundlaug með mismunandi hætti. Þetta flugsunds, baksunds, skriðsunds dæmi er fáránlegt. Þetta er álíka og að keppt væri í 100 metra hlaupi, þar sem allir ættu að hlaupa venjulega, svo taka háar hnélyftur og því næst valhoppa á leiðarenda.
Það sjá allir að þetta er tóm steypa og aðeins gert til að verðlaunasafn sundfólks sé veglegra en annars íþróttafólks.
Því legg ég til eftirfarandi breytingartillögu:
Aðeins verður keppt í einni sundgrein á Ólympíuleikunum. Sú keppni er 100 metra sund með frjálsri aðferð. Ef einhver er fljótastur í skriðsundi, þá syndir hann skriðsund og ef einhver er fjótari í flugsundi, þá syndir hann þannig. Þarna yrði á einfaldan hátt hægt að sjá hver besti sundmaðurinn er, og hægt væri að gera keppnina mun meira spennandi.
Það nennir nefnilega enginn maður að horfa á 10 greinar í sundi. Ef þetta væri bara ein grein, þá myndi ég meira að segja horfa og þá gæti ég sagt ykkur hver væri bestur í sundi.
ég myndi segja 50m
ekki lítið sem mér finnst leiðinlegt að horfa á þetta
1 sundgrein!
Ég er sammála því að sund er borging en það verður að keppa í nokkrum vegalengdum ef það á að merge-a saman greinunum. Ekki nóg að hafa bara eina vegalengd. Keppa í allt frá 50m og upp í 400m.
Annars gengur það aldrei vegna þess að skriðsund yrði þá ALLTAF notað í öllum sundum og þá eru þeir sem eru ekki góðir akkúrat í þeirri tegund af sundi algjörlega fucked. Það er ekki sanngjarnt.
mín vegna má svo sem keppa í hundrað mismunandi tegundum af sundi – en þarf RÚV BARA að sýna frá keppni í sundi – það er keppt í ýmsum öðrum greinum sem sjónvarpstímanum væri betur varið í!
það má líka líta á þetta svona:
sundlaugin samsvarar hlaupabrautinni
og sundgreinarnar samsvara hlaupagreinunum,
spretthlaup, langhlaup, grindahlaup, ganga og jafnvel boðhlaup.
já en nú er til grindahlaup, hindrunarhlaup og allskonar svolleis drasl…
ætti þá bara að droppa því öllu líka?