McD búningar

Þetta er stórkostlegt: McDonald’s [ætlar að eyða **80 milljónum bandaríkjadala** í að fá hip-hop tískufyrirtæki einsog SeanJohn, Tommy Hilfiger, Fubu](http://www.suntimes.com/output/news/cst-nws-mac06.html) og fleiri til að hanna nýja búninga á starfsfólk staðanna.

Ég hannaði Serrano búningana með einhverjum gaur hjá bolafyrirtæki á svona 15 mínútum og að mínu mati eru þeir umtalsvert smekklegri en McDonald’s búningarnir, þannig að þetta ætti að vera auðvelt verk.

2 thoughts on “McD búningar”

  1. Serrano bolirnir eru snilldin ein.. þegar stelpurnar snúa í mann baki .. ég fer alltaf að brosa þegar ég les textann aftan á 😀

    Amerísk júniform eru bara greinilega ekki að gera sig .. fötin sem ég þarf að vera í í nafnlausu vinnunni minni *hrollur* .. og já það er BANNAÐ að vera í gallabuxum t.d. … :confused:

  2. Já, ég verð nú að viðurkenna að auglýsingastofan átti hugmynd að textanum þegar þeir hönnuðu fyrstu útgáfuna af bolunum. Ég hannaði þá seinni, sem stelpurnar eru í núna.

Comments are closed.