« október 30, 2000 | Main | nóvember 02, 2000 »

Eminem & Limp Bizkit

nóvember 01, 2000

Tónleikarnir í gær voru alger snilld. Ég veit að maður segir þetta eftir marga tónleika, en þessir voru ótrúlegir. Ég vissi það ekki fyrirfram en hljómsveitin Papa Roach var fyrsta sveitin á svið. Þeir eru rosalegir. Ég hafði aðeins heyrt eitt lag með þeim en ég fílaði þá í botn. Þeir minna mig einna helst á Rage Against the Machine, þvílíkur var krafturinn.

Eftir þá kom Eminem, sem var sístur af öllum á tónleikunum. Hann var þó alls ekki slæmur, en hann fölnaði þó í samanburði við Papa Roach og Limp Bizkit. Hann fær þó prik fyrir að spila ekkert af gömlu lögunum, hann tók ekki einu sinni My name is. Einna verst við hann var að hann var með fullt af einhverjum aðstoðarmönnum, sem voru einfaldlega ekki nærri eins góðir rapparar og hann er. En Eminem var samt góður.

Eftir að Eminem steig af sviði fór maður allt í einu að taka eftir að svona 70% af öllum strákum í höllinni voru með rauðar derhúfur, til heiðurs meistara Fred Durst. Ég veit að það er voðalega flott að dissa Fred Durst, en maðurinn er einfaldlega snillingur. Limp Bizkit voru rosalegir. Þeir byrjuðu á My Generation og tóku svo öll bestu lögin, einsog Break Stuff, Rollin' og enduðu svo auðvitað á Nookie. Durst var meiriháttar. Hann er frábær á sviði og stemningin var rosaleg

224 Orð | Ummæli (9) | Flokkur: Tónleikar

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33