Dagurinn í dag er nokkuð merkilegur. Í fyrsta lagi, þá eru liðin 29 ár síðan illmennið Agusto Pinochet rændi völdum í Chile. Svo á Elizabeth vinkona mín 21. árs afmæli. Síðan þá er eitt ár liðið frá því að ég setti met í uppfærslum á þessari síðu, þegar ég setti inn þrettán færslur (sjá 11.sept og 12.sept, sem er sami dagurinn á USA tíma).
Annars þá skrifaði ég aðeins um mína upplifun á 11. september og atburðunum þann dag í þessari færslu.
Ég man bara að á þessum degi þá fannst mér ég vera mikill bandaríkjamaður í mér. Mér fannst einsog þetta væri árás á mitt land og ég átti erfitt með að finna eitthvað að utanríkisstefnu landsins. Ég var einnig gríðarlega reiður þeim vefritum, sem byrjuðu á því að kenna utanríkisstefnu Bandaríkjanna um þennan atburð.
Ég hef reyndar fátt að segja núna ári seinna. Ég vona bara að dagurinn framundan verði ánægjulegri en 11. september fyrir einu ári.
Smá viðbót við þetta. Einsog ég sagði þá á Elizabeth vinkona mín afmæli í dag.
Þessi grein í The Onion er því viðeigandi. 🙂