« nóvember 15, 2001 | Main | nóvember 20, 2001 »

Harry Potter

nóvember 16, 2001

Gagnrýnendur hjá aðalblöðunum hér í Chicago eru nokkuð hrifnir af Harry Potter myndinni, sem er frumsýnd í dag.

Roger Ebert hjá Chicago SunTimes gefur fjórar stjörnur
Mark Caro hjá Tribune gefur þrjár stjörnur

Hildur er búin að bíða spennt eftir þessari mynd. Ætli við förum ekki á hana á sunnudaginn, þar sem við komumst hvorki í kvöld né annað kvöld.

60 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Kvikmyndir

Klipping og fleira

nóvember 16, 2001

Ég komst því miður ekki að sjá vitleysinginn Pat Buchanan tala á þriðjudag. Um 300 manns komust ekki inn, svo vinsæll var hann. Ég eyddi því kvöldinu bara í að lesa meira um leikjafræði (nánar tiltekið uppboðsfræði).

Það var fjallað um Buchanan í Northwestern dagblaðinu í gær. Greinarhöfundur segir að Buchanan hafi endað með smá sögu um hlutverk hans í forsetakosningunum 2000. Buchanan segist fyrir kosningar hafa beðið til Guðs um að framboð hans yrði ekki til þess að Al Gore yrði kosinn forseti. Buchanan sagði:

"God said to me, I'm going to have Jews and Blacks go out to the polls and think they've voted for Al Gore and they'll vote for you. But Pat, don't ever try a stunt like this again."

Ég fór í klippingu í dag. Sá sem klippti mig var karlmaður, um sextugt, með hvítt, sítt, krullað hár. Mér leist ekkert á hann til að byrja með, en hann stóð sig bara ágætlega.

158 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33