Mikið er ég ánægður með að hafa keypt auglýsingatíma fyrir Lion Bar á undan Star Wars myndinni í bíóum í stað þess að kaupa auglýsingatíma fyrir Evróvisjón á laugardaginn. 🙂
Ég horfði á fyrstu fimm mínúturnar, svo íslenska lagið og svo þessa talningu. Ég veit því ekki hvernig hin lögin voru, en það er frekar súrt að tapa fyrir Moldavíu, Makedóníu og co. Sama í hverju er keppt.
Annars ættu þessir kynnar að fá einhvers konar verðlaun fyrir mest pirrandu ensku hreim allra tíma. Ef ekki þau verðlaun, þá allavegana einhvers konar verðlaun fyrir leiðindi.
Annars vil ég segja að mér finnst auglýsingarnar fyrir svarta kortið vera hrein snilld. Mig langar allavegana alltaf til útlanda þegar ég sé þær.