Tveir dagar í opnun


Þetta er hvorki meira né minna en fyrsta myndin, sem er tekin af mér og Emil fyrir framan Serrano stað. Við höfum rekið Serrano í 4 ár án þess að láta taka af okkur mynd saman.

En hérna er hún allavegana komin – við fyrir framan afgreiðsluna á nýjum Serrano stað á Hringbraut. Staðurinn mun opna klukkan 10 á laugardaginn.

Það er búið að vera rosalega gaman hjá mér að undanförnu við að klára mál tengdum staðnum. Í dag gerðist ansi mikið og útlitið að staðnum tók virkilega að mótast. Á morgun, fimmtudag munum við klára að stilla upp tækjum og svo er planið að taka prufu keyrslu á eldhúsinu á föstudaginn og opna á laugardaginn.

Við munum opna með 2 fyrir 1 tilboði á burrito og quesadilla bæði laugardag og sunnudag. Tilboðið gildir bara á Hringbraut og ég hvet auðvitað alla til að koma.

🙂

15 thoughts on “Tveir dagar í opnun”

  1. Hvað með 1 fyrir 0 tilboð á föstudaginn í prufukeyrslunni?

    Annars gott að vera kominn með fyllerís/þynnkumatinn fyrir helgina strax, er ekki örugglega opið milli 6 og 8 aðfararnótt sunnudagsins? :biggrin2:

  2. Þvílík og önnur eins vonbrigði að vera á Akureyri á þessari stundu… Sendið þið nokkuð í póstkröfu?

    Jæja, ég kem í mars í heimsins besta quesedillas :biggrin2:

  3. Ég mæti, pooooottttþétttt! Váh hvað ég er fegin að þurfa ekki í Kringluna alltaf þegar mig langar í uppáhalds skyndibitann minn. Sjáumst!!!!

    Já og til hamingju svona fyrirfram, lúkkar vel á þessari mynd (staðurinn skoh)!! 😉

  4. Til hamingju með þetta. Dett inn á bloggið þitt stundum og er nýbúinn að uppgötva Serrano.

    Einfaldlega brilliant og frábært að fá það í vesturbæinn!

Comments are closed.