Kaffi

Bleh!

  • Er ég einn um að finna það skrýtið þegar að óléttar stelpur hafa mynd af bumbunni sinni sem prófíl mynd á MæSpeis? Ha?
  • Af einhverjum ástæðum finnst mér kaffi 10 sinnum betra í pappamáli en úr bolla. Ég hef ekki hugmynd um af hverju það er, en þetta væri eflaust verðugt rannsóknarverkefni. Þannig að á kaffihúsum þarf ég alltaf að biðja sérstaklega um að fá að drekka kaffi úr “götumáli” inná staðnum.
  • Síðustu daga er ég búinn að vera að hlusta á Amar es combatir með mexíkósku sveitinni Maná, sem er ein af mínum uppáhaldsljómsveitum. Þessi nýji diskur er alveg hreint ljómandi góður.
  • Ég er á mataræði og í æfingaprógrammi þessa dagana, sem mun leiða til þess að einn dag mun ég vera með líkama einsog Fitness módel. Þetta blessaða mataræði gerir það hins vegar aðverkum að ég er orðinn uppgefinn klukkan 9 á kvöldin og get ekki spilað innanhúsfótbolta án þess að niðurlægja sjálfan mig með aumingjaskap.
  • Californication eru frábærir þættir! Frábærir, segi ég og skrifa.
  • Á fimmtudaginn er ég að fara til Osló í þrjá dag. Þar verður 6 stiga frost. Mjög hressandi.

Jæja, klukkan er orðin 8, ég hef ekki orku í meira.

10 thoughts on “Kaffi”

  1. ég skil ekki fólk sem er á móti brosköllum:) ég nota þá óspart..
    annars er ég sammála með papparmálið, kaffið helst heitara og Californication eru frábærir sem og Maná!

  2. Ooo, við erum alltaf svo sammála. 🙂

    En það er ekki bara að kaffið haldist heitara, heldur sver ég að það bragðast líka betur. Alveg einsog bjór bragðast betur úr flösku en dós.

  3. Sammála þér með götumálin, kaffið verður betra!

    Californiacation eru bara snilldar þættir!

    og til hamingju með Serrano! frábær árangur!

  4. Hef reyndar aldrei pælt í því fyrr en núna, en ég nýt kaffis mun betur úr pappamáli…

    mér finnst eins og ég hafi kommentað á þessa færslu áður, var athugasemdinni hent út?

Comments are closed.