KOP.is, fávitar og lesbíur

Nú er hætt við að ansi margir sleppi því að skrifa “eoe.is” oft á dag, því að í fyrsta skipti er Liverpool Bloggið ekki lengur undirsíða af þessu bloggi, heldur er það komið með sitt eigið lén, [KOP.is](http://www.kop.is).

Auðvitað var það orðið hálf hallærislegt að lénið á Liverpool blogginu væri eoe.is/liverpool, þar sem þetta er ekki mín einkasíða. Þetta var skyndilausn þegar að við Kristján stofnuðum þetta fyrir einhverjum árum, en núna er síðan orðin miklu stærri en hún var áður. Þannig að núna er umfjöllun um Liverpool endanlega lokið á eoe.is.

* * *

Og að lokum tvær SNILLDARSÍÐUR

Fyrst: [Hot chicks with Douchebags](http://www.hotchickswithdouchebags.com/). Mjög þarft framtak.  Þyrfti nauðsynlega að búa til íslenska útgáfu.

Og svo : [Karlmenn, sem líta út einsog gamlar lesbíur](http://menwholooklikeoldlesbians.blogspot.com/).

18 thoughts on “KOP.is, fávitar og lesbíur”

  1. Þannig að núna er umfjöllun um Liverpool endanlega lokið á eoe.is.

    Takk 😉

    Þetta er stór dagur í lífi mínu!

  2. Ætlaði að skjóta því inn í með Wikipedia kommentinu að KOP er stúka á Anfield, heimavelli Liverpool, þar sem allir hörðu aðdáendur liðsins sitja og verða fyrir vonbrigðum leik eftir leik 🙂

  3. Nú, sem United-aðdáandi geturðu líka staldrað aðeins við og svarað einni spurningu: Hvað heita stúkurnar á Old Trafford?

    Ekki fletta því upp.

    Svaraðu strax.

    Einmitt. Þú ert United-aðdáandi og þú þekkir stúkurnar á Old Trafford ekki með nafni. En þú veist nákvæmlega hvað The Kop er. Og United er stærri og frægari klúbburinn af því að … ?

  4. Auðvitað veit maður um “The Kop” því þið Liverpool-menn tönglist á þessari stúku endalaust. Ég er svo sem ekki hissa þar sem Kop stúkan og aðdáendurnir sem sitja í henni er það sem Liverpool má vera stoltast af.

    Varðandi stúkurnar á Old Trafford, heita þær eitthvað? Ef svo er þá vissi ég það ekki, þegar ég fór þarna þá var bara talað um áttirnar, East stand, West stand, North stand og svo South stand, þar sem ég sat. Fræddu mig ef þær bera einhver nöfn.

  5. kop er sniðugt nafn á liverpool bloggið!

    og svo finnst mér sigurjón búinn að rústa ykkur hérna he he.. mér er alveg sama um fótbolta en fannst þetta fyndið “Ég er svo sem ekki hissa þar sem Kop stúkan og aðdáendurnir sem sitja í henni er það sem Liverpool má vera stoltast af.”

  6. Neineinei. Katrín, þú ert að misskilja. Í kommenti #10 Sigurjóns um kop-stúkuna var engin móðgun.

    Því að vera stuðningsmaður knattspyrnuliðs snýst um stolt. Og stolt verður ekki talið í peningum eða titlum. United-menn eiga t.d. erfitt með að vera stoltir af sínum rækjusamlokuétandi myndavélastuðningsmönnum.

    En af að stolt væri einungis mælt í titlum þyrfti Liverpool því síður að örvænta. Það væri (ennþá) stoltasta lið breskrar knattspyrnu.

  7. „Ég er svo sem ekki hissa þar sem Kop stúkan og aðdáendurnir sem sitja í henni er það sem Liverpool má vera stoltast af.“

    Þetta er rétt hjá þér. Þrátt fyrir að hafa unnið átján deildartitla (tveimur fleiri en Utd) og fimm Evróputitla (þremur fleiri en Utd) eru stuðningsmenn Liverpool samt sem áður stoltastir af því hversu óviðjafnanleg stemningin á Anfield-leikvanginum er. Þar er Kop-stúkan í aðalhlutverki.

    Stúkurnar á Old Trafford heita nöfnum eins og Stretford End og United Road Stand. Ég þurfti hins vegar að Wikileita að því, enda eru þessar stúkur ekkert frægar. 😉

  8. Munurinn felst í því að eftir leik hugsa United menn “Hrikalega var þetta góður sigur og Scholes var besti maðurinn á vellinum” en Púlarar hugsa eftir enn eitt 0 – 0 jafntefli á heimavelli: “Hrikalega var góður andi og steminng í The Kop í kveld” og það er það eina sem er birt á lfc síðum heimsins enda eina jákvæða til að fjalla um eftir lfc leiki.

  9. Sælir,
    Liverpoolmenn mega vera mikið stoltir af sínum áhangendum og þessari stúku. Enda er hönnun hennar og fleira sem gerir það að verkum að hún er svona vel þekkt.
    Old Trafford er hins vegar þekktur undir nafninu “The Theatre of Dreams”, semsé þekkt nafn yfir heildina, ekki eina stúku.
    Persónulega skil ég ekki hvernig menn nenna að vera með skítkast vegna “nicknames”. Það finnst mér alveg magnað.
    Held að hörðustu Liverpool menn mættu vera ögn harðari af sér og ekki móðgast svona auðveldlega, það fer engum vel að drulla yfir aðra yfir eins miklum smámunum.

  10. Emil, mér sýnist þú nú vera sá eini sem tekur þessi orðaskipti of alvarlega ef eitthvað er að marka orð þín. Það er nú einu sinni svo að helmingur fjörsins við að fylgja enskum fótboltaliðum er að kýtast við aðdáendur annarra liða. Þar þykist ég vera meðal reyndustu manna. Það líður vart sá vinnudagur að ég rífist ekki við einhvern United- eða Arsenal-manninn um eitthvað fáránlegt, eins og t.d. nöfn á stúkum eða hárgreiðslur leikmanna. Þessi rifrildi fara þó jafnan fram á léttu nótunum. 🙂

    Þannig að málið er ekki það að við Liverpool-menn lítum í alvöru eitthvað stórt á okkur, né grunar mig að það sé málið hjá United-mönnum. Þetta er bara svona ákveðinn húmor manna á milli og á ekkert skylt við „skítkast“ eða að „drulla yfir“ einhvern.

  11. Ég verð nú reyndar að segja að mér finnst það skrýtið, verandi United maður, að okkar menn geti ekki talið í það minnsta upp Stretford End. Fáir staðir í knattspyrnuheiminum sem eru jafn frægir og er ég nokkuð viss að hún stenst Kop fyllilega smanburð enda komast mun fleiri fyrir á Stretford og hávaðinn svakalegur þaðan. Held meira að segja að fleiri kannist við þá stúku en Kop þó hún sé á svipuðum stalli hjá aðdáendum.

  12. “Held meira að segja að fleiri kannist við þá stúku [Stretford End] en Kop þó hún sé á svipuðum stalli hjá aðdáendum.”

    Held reyndar að þér skjátlist þar en eina leiðin til að útkljá þá deilu er ein allsherjar alþjóðleg Gallup könnun 🙂

Comments are closed.