Ert þú búinn að fá þinn dagskammt af C-vítamíni?
Category: Dagbók
Á leið út
Núna eru bara 4 tímar þangað til að ég á flug út til Boston, og svo tengiflug þaðan til Chicago. Þetta jólafrí er náttúrulega búið að líða alveg fáránlega hratt.
Gamlárskvöld var frábært, ég hef sjaldan eða aldrei skemmt mér jafnvel á gamlárskvöld. Við Hildur fórum í tvö partí hjá vinum og svo fórum við með nokkrum vinum á Astró, þar sem var alveg meiriháttar gaman. Kvöldið var alger snilld.
Á miðnætti
Mér datt eitt í hug áður en ég hætti á þessu ári. Ég lýsi því yfir að sá maður, sem bloggar á miðnætti í kvöld er hetja.
Gleðilegt ár
Í lok árs
Annars er ekki gott að enda árið á pólitískri færslu, því ég er í alltof góðu skapi. Ég óska bara öllum gleðilegs árs. Vonandi hafið þið það sem allra best á nýju ári.
Mánudagar
Ég elska mánudaga, sem eru í raun miðvikudagar.
Gleðileg jól, allir!
Gleðileg jól, allir!
Jens er með fallega jólamynd á síðunni sinni.
Vinna
Það er nú ekki margt spennandi búið að gerast síðan ég kom heim til Íslands. Helgarnar hafa jú verið skemmtilegar, en virku dagarnir hafa verið alger geðveiki. Ég er búinn að vera frá 8 á morgnana til 11 á kvöldin að vinna, aðallega í að klára heimasíðuna fyrir Danól. Ég er búinn að taka niður gömlu síðuna og setja skilti í staðinn, svo það sé auðveldara að taka til í gömlu síðunni. Ég ætla mér að hafa síðuna tilbúna fyrir fund kl. 8 á föstudgagsmorgun. Ég vona að það hafist.
Kominn heim
Jæja, ég er kominn heim frá Bandaríkjunum. Síðasta vikan úti leið frekar hratt. Ég var í síðasta prófinu á miðvikudag, en það var hagfræði. Síðan eyddi ég deginum við að klára að versla jólagjafirnar og svo fórum við Hildur útað borða og svo í partí um kvöldið.
Flugið var bara fínt, ég hafði sofið svo lítið undanfarna daga að ég gat í fyrsta skipti sofið alla leiðina heim. Svo held ég líka að þetta hafi verið í fyrsta skiptið, þar sem það var hlýrra á Íslandi en á þeim stað, sem ég var að koma frá. Allavegana þá var í síðustu viku svona 10 stiga frost í Chicago.
Thanksgiving
Þetta er búin að vera fín helgi. Ég gerði ekki mikið á Thanksgiving Day, við Hildur lágum heima, horfðum á sjónvarp og tókum það rólega. Um kvöldið borðuðum við svo kalkún með stuffing, cranberry sósu og tilheyrandi, svo apple pie og haagen dazs í eftirrétt, ekkert smá góður matur.
Í gær var svo náttúrulega aðalverslunardagurinn í Bandaríkjunum og við Hildur fórum því niður á Michigan, þar sem við versluðum jólagjafir á fullu. Ég er næstum því búinn að kaupa allar jólagjafirnar, sem er mjög gott mál.
Leti
Í dag er Thanksgiving day. Það þýðir einfaldlega að ég ætla að liggja í leti í allan dag og borða kalkún í kvöld. Ég keypti kalkún á sunnudag og held ég að hann sé fullstór fyrir okkur tvö. Þannig að það verða afgangar næstu vikurnar. Svo á morgun er auðvitað aðalverslunardagurinn í Bandaríkjunum. Það verður allt geðveikt niðrí miðbæ. Við þangað.