Annars…

Annars erum við að fara á Macy Gray á eftir, en hún er að spila í Aragon. Ég er búinn að hlusta mikið á diskinn hennar undanfarið og finnst mér hann mjög góður, þannig að ég er frekar spenntur.

Circus

Ég og Hildur fórum á djammið seinasta laugardag. Við fórum á Circus, sem er einn allra vinsælasti næturklúbbur í Chicago og var það alveg frábært. Við ákváðum svo að vera geðveikt sparsöm og taka lest og strætó heim. Meðan við biðum eftir strætónum þá fórum við inná lítinn veitingastað og fengum okkur french toast og pönnukökur. Ætli það sé eitthvað óhollara en að borða french toast klukkan 5 um morgun?

Vetrartími

Það var verið að breyt yfir í vetrartíma í nótt og því fagnaði ég með því að fara í tvö partí, eitt á campusnum og hitt í íbúð hérna rétt hjá. Hvað á maður svo að gera við þennan auka klukkutíma?

Próf og vinna

Þar, sem helsta miðsvetrarprófatörnin er núna búin þá hef ég loksins haft tíma í að byrja að klára þá vinnu, sem ég var búinn að lofa í sumar. Þetta er m.a. endurgerð á danol.is og fleiri minni verkefni.

Annars er Kári, sem var hérna í doktorsnámi í hagfræði, farinn heim til Íslands. Hann gafst uppá náminu, þar sem hann það ekkert vera neitt voðalega skemmtilegt. Allavegana þá fórum við saman útað borða á þriðjudaginn og svo héngum við með vinum mínum inná Allison dorminu fram eftir nóttu.

Línuskautar

Ég og Hildur erum búin að eyða deginum á línuskautum meðfram Lake Michigan. Enda er veðrið ennþá alveg frábært. Það var ótrúleg traffík af fólki á hjólum og línuskautum þarna.

Annars er ég ekki alveg viss hvað ég ætla að gera í kvöld. Ég ætlaði upphaflega að djamma hérna á skólalóðinni en ég er frekar þreyttur, þannig að ég er ekki alveg viss.

Helgin

Helgin var bara mjög fín. Á föstudaginn fórum við á djammið á Dragon Room, sem var flottur klúbbur, reyndar ekki alveg einsog við bjuggumst við en samt fínt. Á laugardag gerði ég lítið. Við Hildur fórum með Dan og Ryan að borða á thailenskum veitingastað og svo fórum við í bíó að sjá Meet the Parents, sem er frábær.

Á sunnudag fór ég með fótboltaliðinu til Indiana, nánar tiltekið að Purdue háskólanum. Þar spiluðum við um morguninn við Purdue. Leikurinn var mjög góður og skoraði ég þrennu, sem var frábært. Við unnum leikinn 5-2. Í seinni leiknum töpuðum við fyrir Grand Valley State frá michigan. Ég átti stoðsendinguna að eina markinu okkar, sem Serge, belginn í liðinu okkar, skoraði.

Djamm

Jæja, þá er maður á leiðinni á djammið. Hildur á afmæli í dag og því fórum við út að borða áðan á Olive Mountain, sem er snilldar staður með mat frá Líbanon. Við erum að fara á djammið með Kára, sem er hérna í mastersnámi í hagfræði.

Annars var Buena Vista Social Club alger snilld.