Hvernig má bjarga Liverpool

Af því að ég elska Liverpool heitar en nokkuð annað íþróttalið þá get ég ekki lengur þolað það að liðinu sé stjórnað af óhæfum Frakka, sem gefur leikmönnum, sem ættu aldrei að spila fyrir Liverpool, endalaus tækifæri.

Liverpool liðið er núna í 7. sæti, 31 stigi á eftir Arsenal, þegar að það er aðeins búið að spila 28 leiki í deildinni. Þessi munur er svo skuggalegur að það er ekki einu sinni fyndið. Liðið er ófært um að afgreiða lakari lið, einsog sást vel í leiknum gegn Southampton í dag.

Hér eru mínar tillögur um það hvernig hugsanlega sé hægt sé að bjarga þessu liði fyrir næstu leiktíð.
Continue reading Hvernig má bjarga Liverpool

6 ár

Úff, Gerard Houllier er búinn að vera þjálfari Liverpool í nær 6 ár. Planið hans var að landa meistaratitlinum innan 5 ára, en einsog glöggir menn hafa tekið eftir, þá hefur það klikkað eitthvað smá, og eru Liverpool nú 23 stigum á eftir Arsenal og hafa ekki verið svona langt frá toppsætinu (talið í stigum) í TÍU ÁR. Þá var Steven Gerrard einmitt 13 ára gamall.

Horfði á leikinn á sunnudag með tveim vinum og þurftum við að laga 6 bolla af kaffi til að halda okkur vakandi (þynnkan kom líka aðeins inní spilið). Ég efa það að ég myndi vilja skipta á Steven Gerrard og einhverjum öðrum miðjumanni í þessum heimi. Þvílíkur ótrúlegur snillingur, sem sá maður er. Verst að hann er umkringdur einhverjum vitleysingum og letingjum í þessu liði. Ef ég væri hann myndi ég verða svo reiður útí þessa aumingja, að ég myndi tækla Heskey, Cheyrou og Murphy í stað andstæðinganna.

Allavegana, Alex Malone skrifar gæðapistil: An objective view of the Houllier years. Hann (einsog reyndar ég líka) sér hjartaáfallið sem vendipunktinn. Houllier breyttist þegar hann fékk hjartaáfallið og hefur aldrei verið eins síðan. Houllier, sem við þekktum fyrir þrem árum hefði ekki kennt meiðslum og slæmum dómurum um það að við erum 23 stigum á eftir toppliðinu. Houllier fyrir þrem árum síðan hefði áttað sig á því að Emile Heskey getur ekki neitt í fótbolta. En Houllier er breyttur maður, og nær algjörlega gagnslaus knattspyrnuþjálfari.

In the last two seasons (62 games to date), we’ve collected 37 less points than both Arsenal and Man united. These were the 2 teams Gerard Houllier, 6 years ago was determined to catch. At no time in the last decade have we been THIS far behind the top 2. AT NO TIME!

Gerard Houllier has done his best and given us all he had to give. His talents were useful and well utilised in the early years, but time has proven that those talents had limitations.

So, for me, Gerard’s time is well and truly up. But let’s allow the man to leave his post with the dignity he deserves. It’s the right way… the Liverpool way, and in my opinion, he deserves a seat upstairs, and can offer the club a great deal from such a position.

But for the good of the bit that matters, the results on the pitch, let’s identify a successor who can finish off the work Gerard Houllier started.

6 ár

Úff, Gerard Houllier er búinn að vera þjálfari Liverpool í nær 6 ár. Planið hans var að landa meistaratitlinum innan 5 ára, en einsog glöggir menn hafa tekið eftir, þá hefur það klikkað eitthvað smá, og eru Liverpool nú 23 stigum á eftir Arsenal og hafa ekki verið svona langt frá toppsætinu (talið í stigum) í TÍU ÁR. Þá var Steven Gerrard einmitt 13 ára gamall.

Horfði á leikinn á sunnudag með tveim vinum og þurftum við að laga 6 bolla af kaffi til að halda okkur vakandi (þynnkan kom líka aðeins inní spilið). Ég efa það að ég myndi vilja skipta á Steven Gerrard og einhverjum öðrum miðjumanni í þessum heimi. Þvílíkur ótrúlegur snillingur, sem sá maður er. Verst að hann er umkringdur einhverjum vitleysingum og letingjum í þessu liði. Ef ég væri hann myndi ég verða svo reiður útí þessa aumingja, að ég myndi tækla Heskey, Cheyrou og Murphy í stað andstæðinganna.

Allavegana, Alex Malone skrifar gæðapistil: An objective view of the Houllier years. Hann (einsog reyndar ég líka) sér hjartaáfallið sem vendipunktinn. Houllier breyttist þegar hann fékk hjartaáfallið og hefur aldrei verið eins síðan. Houllier, sem við þekktum fyrir þrem árum hefði ekki kennt meiðslum og slæmum dómurum um það að við erum 23 stigum á eftir toppliðinu. Houllier fyrir þrem árum síðan hefði áttað sig á því að Emile Heskey getur ekki neitt í fótbolta. En Houllier er breyttur maður, og nær algjörlega gagnslaus knattspyrnuþjálfari.

In the last two seasons (62 games to date), we’ve collected 37 less points than both Arsenal and Man united. These were the 2 teams Gerard Houllier, 6 years ago was determined to catch. At no time in the last decade have we been THIS far behind the top 2. AT NO TIME!

Gerard Houllier has done his best and given us all he had to give. His talents were useful and well utilised in the early years, but time has proven that those talents had limitations.

So, for me, Gerard’s time is well and truly up. But let’s allow the man to leave his post with the dignity he deserves. It’s the right way… the Liverpool way, and in my opinion, he deserves a seat upstairs, and can offer the club a great deal from such a position.

But for the good of the bit that matters, the results on the pitch, let’s identify a successor who can finish off the work Gerard Houllier started.

Siiiigur

Aaaaaaaaah, Liverpool vann.

Ég var næstum því búinn að gleyma þessari tilfinningu. Þessari sælutilfinningu, sem maður fær eftir að hafa öskrað allt kvöldið og liðið manns vinnur. Svo stendur maður upp og einhverjir Man United aðdáendur fara að setja útá leik Liverpool eða stöðu liðsins í deildinni. Og manni er nákvæmlega sama! Þetta hljómar bara einsog suð í eyrunum á manni, því Liverpool vann og þá skiptir ekkert annað í þessum heimi máli.

Einhvern veginn var þetta allt nógu yndislega súrealískt til að virka. Liverpool höfðu ekki unnið á Stamford Bridge síðan ég var 12 ára og þegar maður sá liðsuppstillinguna fékk maður sjokk. Heskey einn frammi, BRUNO CHEYROU inná (hann hefur aldrei leikið vel fyrir Liverpool), Henchoz í hægri bakverðinum og Traore í þeim vinstri.

Svo hefst leikurinn og Bruno Cheyrou og Emile Heskey eiga stórkostlegan samleik og skora frábært mark. Svona hlutir bara gerast ekki! Svo meiðist Dudek og einhver Patrice Luzi þarf að koma inná. Ég hef lesið um þennan gaur en hafði aldrei séð hann. Við Friðrik sögðum að annaðhvort myndi hann verja frábærlega eða klúðra hrikalega. Og hvað gerist, jú hann ver frábærlega. Svo er Diouf rekinn útaf vegna þess að skóreimin hans festist í reiminni hjá Mutu (þetta gerðist í alvöru!). En þrátt fyrir það þá ná Liverpool menn að halda áfram baráttunni og Chelsea ná varla að skapa sér eitt færi.

Þetta tímabil hefur verið svo hræðilegt og það hefur gerst svooo sjaldana að mér hefur liðið vel útaf Liverpool.

Þess vegna ætla ég að leyfa mér að njóta þessa sigurs einsog við hefðum verið að vinna titil. Það er magnað hvað maður er fljótur að gleyma öllu þessu slæma.

Bjartsýnismaðurinn Einar

Sjaldan hef ég bundið jafnlitlar sigurvonir við Liverpool leik og ég geri fyrir leikinn við Chelsea á Stamford Bridge í kvöld. Ekki nóg með að Liverpool hafi leikið hræðilega undanfarið og að 6 leikmenn úr besta byrjunarliðinu (Kirkland, Finnan, Carragher, Gerrard, Baros og Owen) séu meiddir, heldur hefur liðið ekki unnið á Brúnni í 14 ár.

Ég býst alltaf við því að Liverpool vinni. Ég man aldrei eftir að hafa horft á Liverpool leik (jafnvel í verstu svartsýnisköstum), þar sem ég á ekki von á því fyrirfram að liðið vinni leikinn. Í kvöld held ég að ég komist ansi nálægt því að búast við tapi.

En samt er ég alltaf þessi óhóflegi bjartsýnismaður. Kannski lærir Danny Murphy að spila fótbolta, kannski kemst Hamann uppað vítateig andstæðinganna, kannski verður Owen með, kannski skorar Emile Heskey, kannski á Riise sendingu á samherja. Alltaf held ég í einhverja von.

Spá mín: Jú, 2-1 fyrir Liverpool. Heskey og Pongolle skora. Og hananú!

Ætla að hitta vini mína og horfa á leikinn, sem hefst eftir klukkutíma. Get ekki beðið!

Siiiigur

Aaaaaaaaah, Liverpool vann.

Ég var næstum því búinn að gleyma þessari tilfinningu. Þessari sælutilfinningu, sem maður fær eftir að hafa öskrað allt kvöldið og liðið manns vinnur. Svo stendur maður upp og einhverjir Man United aðdáendur fara að setja útá leik Liverpool eða stöðu liðsins í deildinni. Og manni er nákvæmlega sama! Þetta hljómar bara einsog suð í eyrunum á manni, því Liverpool vann og þá skiptir ekkert annað í þessum heimi máli.

Einhvern veginn var þetta allt nógu yndislega súrealískt til að virka. Liverpool höfðu ekki unnið á Stamford Bridge síðan ég var 12 ára og þegar maður sá liðsuppstillinguna fékk maður sjokk. Heskey einn frammi, BRUNO CHEYROU inná (hann hefur aldrei leikið vel fyrir Liverpool), Henchoz í hægri bakverðinum og Traore í þeim vinstri.

Svo hefst leikurinn og Bruno Cheyrou og Emile Heskey eiga stórkostlegan samleik og skora frábært mark. Svona hlutir bara gerast ekki! Svo meiðist Dudek og einhver Patrice Luzi þarf að koma inná. Ég hef lesið um þennan gaur en hafði aldrei séð hann. Við Friðrik sögðum að annaðhvort myndi hann verja frábærlega eða klúðra hrikalega. Og hvað gerist, jú hann ver frábærlega. Svo er Diouf rekinn útaf vegna þess að skóreimin hans festist í reiminni hjá Mutu (þetta gerðist í alvöru!). En þrátt fyrir það þá ná Liverpool menn að halda áfram baráttunni og Chelsea ná varla að skapa sér eitt færi.

Þetta tímabil hefur verið svo hræðilegt og það hefur gerst svooo sjaldana að mér hefur liðið vel útaf Liverpool.

Þess vegna ætla ég að leyfa mér að njóta þessa sigurs einsog við hefðum verið að vinna titil. Það er magnað hvað maður er fljótur að gleyma öllu þessu slæma.

Bjartsýnismaðurinn Einar

Sjaldan hef ég bundið jafnlitlar sigurvonir við Liverpool leik og ég geri fyrir leikinn við Chelsea á Stamford Bridge í kvöld. Ekki nóg með að Liverpool hafi leikið hræðilega undanfarið og að 6 leikmenn úr besta byrjunarliðinu (Kirkland, Finnan, Carragher, Gerrard, Baros og Owen) séu meiddir, heldur hefur liðið ekki unnið á Brúnni í 14 ár.

Ég býst alltaf við því að Liverpool vinni. Ég man aldrei eftir að hafa horft á Liverpool leik (jafnvel í verstu svartsýnisköstum), þar sem ég á ekki von á því fyrirfram að liðið vinni leikinn. Í kvöld held ég að ég komist ansi nálægt því að búast við tapi.

En samt er ég alltaf þessi óhóflegi bjartsýnismaður. Kannski lærir Danny Murphy að spila fótbolta, kannski kemst Hamann uppað vítateig andstæðinganna, kannski verður Owen með, kannski skorar Emile Heskey, kannski á Riise sendingu á samherja. Alltaf held ég í einhverja von.

Spá mín: Jú, 2-1 fyrir Liverpool. Heskey og Pongolle skora. Og hananú!

Ætla að hitta vini mína og horfa á leikinn, sem hefst eftir klukkutíma. Get ekki beðið!

We were magnificent

Hversu oft getur Gerard Houllier toppað sjálfan sig í viðtölum?

Liverpool var í dag að leika við þriðjudeildarliðið Yeovil. Liverpool lék 30 mínútur án þess að eiga skot að marki og 51 mínútu án þess að fá horn. Besti leikmaður Liverpool var markvörðurinn Dudek, sem varði oft og mörgum sinnum í fyrri hálfleik frá leikmönnum þriðju deildar liðsins.

Þeir aðdáendur Liverpool, sem létu sig hafa það að mæta á Ölver í dag klöppuðu varla þegar Liverpool skoraði fyrsta markið sitt. Maður er ekki beint í stuði til að fagna þegar liðið skorar gegn þriðju deildar liði á 70. mínútu eftir að hafa verið lélegri aðilinn allan leikinn.

Ok, liðið ná að vinna en ég hef aldrei á ævinni verið jafn lítið ánægður eftir sigurleik. Svo kemur maður heim og kíkir á netið til að sjá hvort að Houllier hafi ekki gagnrýnt sjálfan sig og leikmenn einsog allir heilbrigðir þjálfarar myndu gera. En hvað segir Houllier? Jú:
Continue reading We were magnificent

We were magnificent

Hversu oft getur Gerard Houllier toppað sjálfan sig í viðtölum?

Liverpool var í dag að leika við þriðjudeildarliðið Yeovil. Liverpool lék 30 mínútur án þess að eiga skot að marki og 51 mínútu án þess að fá horn. Besti leikmaður Liverpool var markvörðurinn Dudek, sem varði oft og mörgum sinnum í fyrri hálfleik frá leikmönnum þriðju deildar liðsins.

Þeir aðdáendur Liverpool, sem létu sig hafa það að mæta á Ölver í dag klöppuðu varla þegar Liverpool skoraði fyrsta markið sitt. Maður er ekki beint í stuði til að fagna þegar liðið skorar gegn þriðju deildar liði á 70. mínútu eftir að hafa verið lélegri aðilinn allan leikinn.

Ok, liðið ná að vinna en ég hef aldrei á ævinni verið jafn lítið ánægður eftir sigurleik. Svo kemur maður heim og kíkir á netið til að sjá hvort að Houllier hafi ekki gagnrýnt sjálfan sig og leikmenn einsog allir heilbrigðir þjálfarar myndu gera. En hvað segir Houllier? Jú:
Continue reading We were magnificent

Franska flónið

ghshouts.jpegÁ ég að láta Houllier, Heskey og gengi Liverpool fara í taugarnar á mér? Nei, sennilega ekki og ég verð að viðurkenna að ég er orðinn nokkuð ónæmur fyrir þessum óförum. Eeeeen, Houllier er alltaf að toppa sjálfan sig.

Hér er atburðarás síðustu daga:

1 Heskey getur ekki blautan nokkra leiki í röð
2 Houllier tekur, aldrei þessu vant, góða ákvörðun og setur Heskey á bekkinn og Sinama Pongolle í byrjunarliðið
3 Liverpool leikur sinn besta leik í langan tíma, liðið vinnur 3-1 og Pongolle skorar glæsilegt skallamark
4 Í næsta leik ákveður Houllier að það gangi hreinlega ekki að breyta engu, og því ákveður hann að breyta sigurliðinu frá því í síðasta leik. Setur Pongolle á bekkinn og Heskey inná
5 Liverpool leikur hörmulega í 45 mínútur
6 Houllier áttar sig og setur Pongolle inná og Liverpool skora tvö mörk. Þegar tvær mínútur eru komnar framyfir venjulegan leiktíma MISSIR Heskey boltann, City menn ná honum og skora jöfnunarmarkið.

Ég leyfi mér að fullyrða það að ef Emile Heskey myndi leggjast á jörðina í vítateig Liverpool í miðjum leik, kveikja sér í sígarettu og neita að hreyfa sig í 20 mínútur, standa svo upp og skora 5 sjálfsmörk, þá myndi hann samt sem áður vera fyrsta nafn í byrjunarliði Houlliers í næsta leik!

Ég er algjörlega kominn með uppí kok af þessum franska fábjána í stjórasætinu hjá Liverpool. Bara að hlusta á þetta viðtal eftir leikinn er nóg til að gera mig fokillann.

Houllier viðurkennir í viðtalinu að Liverpool sé í annari deild heldur en topp-3 liðin og hann stefnir á að vinna þá deild! Frábært! Svo verður hann fúll þegar gefið er í skyn að sala hans á Anelka hafi verið eitthvað annað en stórkostlega snjallt bragð.

Svo kemur nýjasta afsökunin um að gengi liðsins sé allt meiðslum að kenna. Þeir á BBC benda á að liðið, sem Houllier spilaði gegn Manchester City hafi kostað 60 milljónir punda. Þar af eru 20 milljónum punda skynsamlega fjárfest í snillingana Diouf og Heskey, sem hafa skorað 4 mörk samanlagt í vetur. 20 milljónir punda í framherja, sem leika alla leiki liðsins og skora 4 mörk!

Houllier kýs að gleyma því að Manchester United hefur spilað án síns besta manns, Paul Scholes, mestalla leiktíðina ásamt Wes Brown og Solskjaer. Arsenal hefur haft hálft liðið í banni alla leiktíðina og svo framvegis.

Þrátt fyrir það eru Liverpool TÖTTÖGU STIGUM á eftir Manchester United og tímabilið er ekki einu sinni fokking hálfnað! Liðið er TÓLF STIGUM Á UNDAN WOLVES!! Og liðið er fyrir neðan CHARLTON OG FULHAM, með jafnmörg stig og SOUTHAMPTON OG BIRMINGHAM!!!!!

Aaaaaaaaaaaarrrrrrghhhhhhhhhhhhhhhhh, ég held þetta ekki út mikið lengur.