Úff, Gerard Houllier er búinn að vera þjálfari Liverpool í nær 6 ár. Planið hans var að landa meistaratitlinum innan 5 ára, en einsog glöggir menn hafa tekið eftir, þá hefur það klikkað eitthvað smá, og eru Liverpool nú 23 stigum á eftir Arsenal og hafa ekki verið svona langt frá toppsætinu (talið í stigum) í TÍU ÁR. Þá var Steven Gerrard einmitt 13 ára gamall.
Horfði á leikinn á sunnudag með tveim vinum og þurftum við að laga 6 bolla af kaffi til að halda okkur vakandi (þynnkan kom líka aðeins inní spilið). Ég efa það að ég myndi vilja skipta á Steven Gerrard og einhverjum öðrum miðjumanni í þessum heimi. Þvílíkur ótrúlegur snillingur, sem sá maður er. Verst að hann er umkringdur einhverjum vitleysingum og letingjum í þessu liði. Ef ég væri hann myndi ég verða svo reiður útí þessa aumingja, að ég myndi tækla Heskey, Cheyrou og Murphy í stað andstæðinganna.
Allavegana, Alex Malone skrifar gæðapistil: An objective view of the Houllier years. Hann (einsog reyndar ég líka) sér hjartaáfallið sem vendipunktinn. Houllier breyttist þegar hann fékk hjartaáfallið og hefur aldrei verið eins síðan. Houllier, sem við þekktum fyrir þrem árum hefði ekki kennt meiðslum og slæmum dómurum um það að við erum 23 stigum á eftir toppliðinu. Houllier fyrir þrem árum síðan hefði áttað sig á því að Emile Heskey getur ekki neitt í fótbolta. En Houllier er breyttur maður, og nær algjörlega gagnslaus knattspyrnuþjálfari.
Gerard Houllier has done his best and given us all he had to give. His talents were useful and well utilised in the early years, but time has proven that those talents had limitations.
So, for me, Gerard’s time is well and truly up. But let’s allow the man to leave his post with the dignity he deserves. It’s the right way… the Liverpool way, and in my opinion, he deserves a seat upstairs, and can offer the club a great deal from such a position.
But for the good of the bit that matters, the results on the pitch, let’s identify a successor who can finish off the work Gerard Houllier started.