F & D (uppfært)

Kæru Sjálfstæðismenn,

Til hamingju með að hafa náð næst lélegasta árangrinum í Reykjavík í sögu flokksins, en ná samt að túlka það sem stórsigur. Til hamingju með að eyða hálfri sigurræðunni á RÚV í að tala niður til Samfylkingarinnar og með að oddvitinn ykkar hafi beðið sérstaklega um orðið, þegar umræðunni var lokið, til að koma einu barnalegu kommenti í viðbót að. Ef að Sjálfstæðismenn telja sig sigurvegara, þá kunna þeir ekki að taka sigri vel.

Má ég bara biðja ykkur um eitt: Plís, í Guðanna bænum ekki [mynda](http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060528/FRETTIR01/60528048) meirihluta með Frjálslyndum. Fyrir mér megiði ráða næstu fjögur árin, en takið frekar framsókn eða vinstri græna með ykkur.

Þetta var fyrri hluti skiptanna. Á móti munum við vinna næstu Alþingiskosningar.

Annars eru fulltrúarnir svona fyrir og eftir kosningar:

Framsókn: 2 => 1
Vinstri Grænir: 2 => 2
Sjálfstæðisflokkur: 6 => 7
Frjálslyndir: 1 => 1
Samfylking: 4 => 4

Það er erfitt að sjá hver var sigurvegari í þessum kosningum. Held í raun að innst inni séu allir fúlir. En það er alveg ljóst að minn flokkur þarf alvarlega að skoða sín mál. Ég skil ekki alveg hvers vegna honum tekst ekki að höfða til kjósenda í þessum kosningum. Ég held t.d. að fylgi Frjálslynda sé ekki fengið frá Sjálfstæðismönnum, heldur frekar frá VG og Samfylkingunni. Þá er spurning hvernig hægt sé að höfða til þessa fólks.

Kannski að sigurvegari kosninganna sé helst Sturla Böðvarsson. Núna hefur hans eigin flokkur ástæðu til að svíkja kosningaloforðin og halda þessum flugvelli hérna næstu 100 árin. Það er allavegana ljóst að hann fer ekkert meðan F&D stjórna. Það er ósigur fyrir okkur, sem dreymir um að Reykjavík verði eitthvað meira en eintóm úthverfi.

Kjósum Samfylkinguna

logo-sam.gifÉg hef skipt um skoðun varðandi þessar kosningar í borginni nokkrum sinnum. Ég er jú flokksbundinn í Samfylkingunni, en var þó á báðum áttum hvort ég vildi sjá Sjálfstæðismenn komast aftur til valda í borginni. Fannst stundum einsog ég væri kominn með nóg af R-listanum. Eða kannski var ég bara kominn með nóg af vælinu í Sjálfstæðismönnum útaf R-listanum, sem er uppspretta alls ills í heiminum samkvæmt þeim.

En þessi kosningabarátta hefur hins vegar sannfært mig algjörlega um eitt: Ég ætla að kjósa Samfylkinguna á laugardaginn. Ástæðurnar eru nokkrar:

1. Reykjavíkurlistinn hefur gert Reykjavík að betri borg en hún var. Hann hefur ekki bara einbeitt sér að steinsteypu einsog nágrannasveitafélögin, heldur hefur tekið forystu um að efla Reykjavík sem menningarborg og bætt þjónustu við íbúana. Samfylkingin hefur verið kjölfestan í Reykjavíkurlistanum og hefur ekki skorast undan ábyrgð fyrir verk listans.
2. Samfylkingin hefur að mínu mati bestu stefnuna varðandi skipulagsmál. Helsta áhyggjuefni Íhaldsins er að gefa öllum jarðir, svo þeir geti byggt einbýlishús. Samfylkingin vill hins vegar uppbyggingu í Vatnsmýrinni, í slippnum og á fleiri svæðum þar sem verið er að þétta byggð. Eina leiðin til að bjarga Reykjavíkursvæðinu frá því að verða eitt allsherjar skipulagsslys er að þétta byggðina í kringum miðbæinn. Helsta framlag xD til skipulagsmála er að vita ekki hvort þeir ætli að fara með flugvöllinn og að vilja byggja mislæg gatnarmót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, sem eru glórulaus að mínu mati.
3. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að þykjast vera femínisti. En R-listinn hefur minnkað launamun kynjanna og hækkað laun þeirra lægstlaunuðu. Það eru framfaraskref, sem ólíklegt er að Sjálfstæðismenn hefðu tekið.
4. Dagur B. er að mínu mati besti kosturinn sem borgarstjóri Reykajvíkur. Vilhjálmur Þ. hefur verið lengi í borgarmálum og ég fæ það alltaf á tilfinniguna að honum finnist hann eiga stöðuna skilið, þar sem hann hafi unnið svo lengi að þessum málum. Að mínu mati þurfum við ungan og kröftugan borgarstjóra, sem vill sjá uppbyggingu í miðbænum, öflugra menningarlíf og betri þjónustu við þá hópa, sem þurfa á henni að halda. Dagur er einfaldlega frambærilegastur af þeim, sem eru í framboði. Mann, sem hefur sýn og vill gera Reykjavík að skemmtilegri og spennandi borg, en ekki bara endalausu samansulli af úthverfum.
5. Eina leiðin til að tryggja að Íhaldið komist ekki til valda er að kjósa Samfylkinguna. Þrátt fyrir að VG vilji eflaust helst vinna með Samfylkingunni, þá hafa þeir oft á tíðum talað ansi vel um Íhaldsmenn og virðast líta hýru augu til samstarfs með þeim. Draumur minn er að sjá vinstri stjórn með Samfylkingu sem kjölfestuna. Ef fólk kýs VG, þá á það á hættu að þeir vinni með Íhaldinu. Ef fólk kýs F eða B, þá getur það bókað að Íhaldið komist að með tilheyrandi ósköpum (fluvöllurinn áfram ef að F kemst að – og álver útí Örfirisey ef að framsókn kemst að)
6. Vilhjálmur Þ er kannski jafnaðarmaður, en með honum á lista eru hins vegar fjölmargir Frjálshyggjumenn, sem hafa skoðanir sem samræmast engan veginn þeirri bleiku auglýsingaherferð, sem Íhaldið hefur rekið. Einfaldasta leiðin til að forða því að þeir ráði er að kjósa Samfylkinguna.
7. Undir stjórn Íhaldsins og framsóknar hefur munur á milli ríkra og fátækra á Íslandi vaxið gríðarlega. Það er alger óþarfi að gefa Sjálfstæðismönnum völdin bæði í borginni og á landsvísu, nema að menn vilji að þessi munur aukist enn frekar. Undir stjórn R-listans hefur, einsog áður sagði, launamunur kynjanna lækkað og R-listinn hefur gert átak í að hækka laun þeirra lægslaunuðu umfram aðra.
8. Samfylkingin hefur það á stefnuskrá sinni að endurbæta Lækjartorg. Fyrir mann, sem átti einu sinni fyrirtæki við þetta torg, þá hljómar það frábærlega, enda það torg til skammar.

Ég er orðinn verulega spenntur fyrir kosningunum. Draumurinn er að sjá vinstri stjórn, en hann gæti þó breyst í algjöra martröð ef að Frjálslyndir komast að (flokksbrotin rata alltaf heim í Valhöll) og myndu vinna með Íhaldinu. Það myndi þýða að Íhaldsmenn réðu öllu og að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni og þétting byggðar í Reykjavík yrði þá nánast útilokuð.

Enn hef ég ekki heyrt neinn setja fram af hverju fólk ætti að kjósa Íhaldið aftur yfir sig. Til hvers að kjósa flokk, sem þykist vera Jafnaðarmannaflokkur rétt fyrir kosningar, þegar að það er hægt að kjósa sannnan jafnaðarmannaflokk, sjálfan Jafnaðarmannaflokk Íslands – Samfylkinguna. Ég hvet alla, sem búa í Reykjavík til að lesa áherslumál Samfylkingarinnar, sem komu í póstinum í gær. Vona að sem flestir sannfærist og kjósi áframhaldandi stjórn Jafnaðarmanna. Það er öllum Reykjavíkingum til hagsbóta.

xS

Innihaldslsaus froða

Ef það er eitthvað, sem hefur komið mér á óvart í þessari kosningabaráttu í Reykjavík, þá er það algjört innihaldsleysið í kosningabaráttu Sjálfstæðismanna. Ekki nóg með að flokkurinn sé að reyna að villa á sér heimilidir sem mjúkur og mildur flokkur, sem höfði til kvenna, heldur eru flest loforðin og auglýsingarnar algjörlega innihaldslaus.

Það, sem sýnir þetta kannski best er að ungir Sjálfstæðismenn virðast fara á handahlaupum frá sínum eigin hugsjónum og hugmyndum í kosningabaráttunni. Þeir loka vefsíðunni sinni og koma svo fram með stefnumál, sem hefðu alveg eins getað komið frá Vinstri Grænum. Hérna er [farið yfir ALLA stefnuskrá ungra íhaldsmanna](http://agnar.blog.is/blog/agnar/entry/13660/?t=1148322016) á nokkuð góðan hátt.


Í raun skil ég ekki alveg af hverju ég ætti að kjósa Íhaldið. Á tímabili þegar prófkjörsbarátta þeirra stóð yfir og þeir birtu hugmyndir um eyjabyggð, þá var ég bara orðinn nokkuð spenntur og ætlaði að endurtaka æskuafglöp mín og kjósa Sjálfstæðismenn.

En núna skil ég ekki lengur af hverju maður ætti að kjósa þá. Jú, þeir eru með kall, sem hefur verið í borgarstjórn frá því að ég fæddist, en ég lít ekki beint á það sem kost. Og þeir ætla að byggja mislæg gatnamót hjá Kringlunni (ég keyri þau gatnamót tvisvar á hverjum degi og get staðfest það að byggja mislæg gatnamót þar væri mesta peningasóun í heimi). Já, og svo ætla þeir kannski að flytja flugvöllinn og kannski ekki, hafa engar hugmyndir um miðbæinn, ætla að útvega öllum lóðir (af því að auðvitað vilja og geta *allir* byggt sitt eigið einbýlishús) og ætla kannski að byggja útí eyjunum en samt ábyggilega ekki.

Restin í kosningabaráttunni er mestmegnis froða. Þeir ætla að vera góðir við börn, telja að börnin séu framtíð landsins og að þeim finnist gaman að leika sér með kubba. Svo ætla þeir að hafa leikskólana aðeins minna gjaldfrjálsa en aðrir og eitthvað meira. Já, og svo hata þeir R-listann og Samfylkinguna. Fleiru hef ég ekki náð útúr þessari baráttu þeirra.

xF

Ef ég reyni ofboðslega mikið, þá get ég verið sæmilega víðsýnn á íslenska pólitík. Ég get skilið af hverju fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn (*hringi bara í kallinn og redda lóð!*) eða Vinstri Græna (*umhverfismálin*). Ég kýs auðvitað sjálfur Samfylkinginuna og skil því okkur krata afskaplega vel. Ef ég rembist ógeðslega mikið, þá get ég reynt að finna einhverjar skýringar á því af hverju fólk kýs exBé (*ah, man ekki núna*).

En ég get ekki fyir mitt litla líf skilið af hverju fólk kýs Frjálslynda flokkinn. Ef marka má síðustu Gallup könnun, þá eru Frjálslyndir með meira en 10% fylgi í borginni!!! Það þýðir að þeir verða í oddaðstöðu. Hvaða fólk er þetta eiginlega? Ég þekki framsóknarmenn, vinstri græna og sjálfstæðismenn, en ég held að ég hafi aldrei hitt neinn, sem styður Frjálslynda utan þeirra, sem eru í framboði fyrir flokkinn.

Hverjir eru þetta, og af hverju ætla þeir að kjósa Frjálslynda?

Blessuð börnin

Ég er í þeim merka kjósendahóp “*stjórnendur undir 30, sem búa einir í Vesturbænum*”, sem nákvæmlega enginn stjórnmálaflokkur reynir að höfða til í þessum blessuðu kosningum. Þess vegna hef ég takmarkaðan áhuga á kosningunum, nema þá helst skipulagsmálum.

Þrátt fyrir að ég eigi ekki börn, þá trúi ég sem hagfræðingur á kosti þess að fólkið í kringum mig eigi börn. Við þurfum fleira fólk á Íslandi og það er hagkvæmt fyrir hagkerfið. Því tel ég að ríkið eigi að gera það, sem menn geta til að gera það heillandi fyrir ungt fólk að eignast börn.

Eeeeeen, erum við ekki komin útí vitleysu í þessari kosningabaráttu? Ef ég skil rétt þá, ef öll loforð verða uppfyllt, þarf ég á næsta kjörtímabili að borga eftirfarandi undir börn í Reykjavík: Leikskóla nánast frá fæðingu – allan kostnað, skólabúninga og allan matinn þeirra í skólanum.

Og það nýjasta nýtt, sem ég sá í Fréttablaðinu í dag: EXBÉ ætlar að láta mig borga 40.000 *frístundakort* fyrir öll börn í borginni! Þannig að ég á að fara að borga fyrir fiðlutíma hjá krökkum útí bæ. Erum við ekki aaaðeins að tapa okkur í sósíalismanum? Af hverju segir enginn neitt? Finnst öllum þetta eðlilegt? Hvað með krakka, sem hafa skrýtin áhugamál. Mér fannst til dæmis gaman að búa til módel þegar ég var lítill. Mjög gefandi og þroskandi áhugamál. Á að borga undir slík áhugamál?

Nú segi ég stopp.

Svona gerist í kosningabaráttu þar sem enginn hægri flokkur er fyrir hendi, aðeins ömurleg gerviútgáfa af gamla íhaldsflokknum, sem er að breytast í sósíalistaflokk vegna þess að hann hefur ekki lengur trú á sinni eigin stefnu. Jaðarflokkar einsog VG og Sjálfstæðisflokkurinn eru oft nauðsynlegir til að stoppa mestu vitleysuna í umræðunni.


Ég vann á Serrano í kvöld, þar sem Evróvisjónsjúkir starfsmenn höfðu biðlað til mín um frí. Frá 19.15 var Kringlan nánast tóm. Eina fólkið, sem verslaði hjá okkur var starfsfólk Kringlunnar, sem skiptist á sögum við mig um hvað rosalega væri tómt í húsinu. Jú, og nokkrir útlendingar komu líka og spurðu um þessa geðveiki.


Neil Young platan verður betri og betri. Allir saman nú:

>Let’s impeach the president for lyin’
Misleading our country into war
Abusing all the power that we gave him
And shipping all our money out the door

Hvar er allt unga fólkið í tónlistinni? Af hverju þarf sextugan Kanadamann til að syngja um ástandið í heiminum einsog það er? Ó, Neil – hann er snillingur.

>Let’s impeach the president for hijacking
Our religion and using it to get elected
Dividing our country into colors
And still leaving black people neglected

Jammmmmm…

Eyþór og X-D

Ok, atburðarrás gærdagsins:

1. Eyþór Arnalds keyrir fullur á staur. Hann skiptir við kærustuna sína um sæti í bílnum til að koma sér undan. Flýr svo af vettvangi. Semsagt, þarna sé ég a.m.k. fjögur brot:
– Hann keyrir fullur – Eyþór leggur líf sitt og annarra í hættu
– Keyrir á staur – hann er nógu fullur til að keyra á staur í góðum aðstæðum
– Flýr af vettvangi
– Reynir að villla fyrir lögreglu (skiptin við kærustuna)
2. Hann næst af löggunni og viðurkennir brotin.
3. Hann gefur svo út [yfirlýsingu](http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1201479). Í henni kemur efnislega þetta fram:
– Þetta er í fyrsta skipti, sem hann næst þegar hann keyrir fullur. (hann tekur ekki fram hvort þetta hafi verið í fyrsta skipti, sem hann keyrir fullur – bara að þetta sé í fyrsta skipti sem hann næst)
– Honum þykir þetta leitt og ætlar í meðferð.
– Hann ætlar ekki að draga sig útúr pólitík, heldur *einungis að draga sig í hlé á meðan á málinu stendur*. Eftir það ætlar hann væntanlega að taka sæti sitt í bæjarstjórn.
4. Geir Haarde [gefur út yfirlýsingu](http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1201485) þar sem hann segir eftirfarandi: „Ég held að sá manndómur sem hann sýnir í þessu máli og tekur á sig, sem hlýtur að vera honum persónulega mjög þungbært, eigi að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn víkur sér ekki undan ábyrgð.

Nú spyr ég: Hvað meinar Geir með þessu? Hvaða ábyrgð er Eyþór að taka? Hann tekur sér frí í nokkra mánuði! Hann segir aldrei að hann muni segja af sér embættinu þegar hann verður kosinn í það.

Enn og aftur þykjast menn geta komist upp með allt í íslenskri póltík.

Colbert og Bush

Fréttamenn, sem fjalla um málefni Hvíta Hússins í Washington, héldu í gær árlegan kvöldverð. Fréttastofur í Bandaríkjunum (og eftirhermur þeirra á Íslandi) fjölluðu nánast eingöngu um skemmtiatriði, sem að George W. Bush og eftirherman hans sáu um, en gleymdu að fjalla um hápunkt kvöldsins.

Snillingurinn Stephen Colbert, sem var einu sinni með innslög í Daily Show, en er núna með eigin þátt, hélt nefnilega ræðu. Ræðuna, sem hann hélt nokkrum metrum frá forsetanum, er sennilega beittasta háð, sem að GWB hefur þurft að þola. Það er yndislega pínlegt að sjá viðbrögð forsetans við bröndurum, sem eru sagðir á kostnað hans eigin getuleysis. Mæli með þessu:

[Ræða Colbert – 1. hluti](http://youtube.com/watch?v=lcIRXur61II&search=colbert%20bush%20cspan)
[Ræða Colbert – 2.hluti](http://youtube.com/watch?v=HN0INDOkFuo&search=colb”ert%20bush%20cspan)
[Ræða Colbert – 3.hluti](http://youtube.com/watch?v=rJvar7BKwvQ&search=colbert%20bush%20cspan)

Heimasíða þáttar Colbert er svo [hér](http://www.comedycentral.com/shows/the_colbert_report/index.jhtml).

* * *

Matarboðið heppnaðist. Eldaði *Ceviche* í forrétt, sem mér fannst næstum jafngott og mér fannst það á veitingastöðum í Perú. Eldaði svo *Alambre de Pollo*, sem var ekki jafngott og á veitingastöðum í Mexíkó. Lenti í tómu basli með að hita maís tortillur, sem eru mun erfiðari í meðhöndlun en hveiti tortillur. En úr þessu varð samt mjög góður matur – sérstaklega erfitt að hita nógu margar fyrir stóran hóp.

Drukkum svo næstum því heila flösku af ljúffengu “[Cuervo Reserva Antigua 1800](http://www.spirituosenworld.de/produkte/tequila/details/cuervo_1800anejo_tequila.html)” tekíla ásamt ágætis magni af léttvíni og bjór.

Ég náði áðan að klára að taka til. Gafst uppá íbúðinni í gær og fór og heimsótti kærustuna mína í von um að draslið í íbúðinni myndi á einhvern undraverðan hátt hverfa. Það gerðist hins vegar ekki.

Frambjóðendurnir í Kastljósi

Ég horfði á frambjóðendurna í Reykjavík í Kastljósinu í gær. Nenni ekki að skrifa pistil, svona punktar eru svo miklu einfaldari. Þetta lærði ég af því að horfa á frambjóðendurna:

* Ef ráða má af málflutningi manna, þá er Samfylkingin eini flokkurinn, sem hefur verið við stjórn borgarinnar þegar að óvinsælar ákvarðanir hafa verið. Við vinsælar ákvarðanir, þá koma hins vegar exbé og VG sterk inn.
* Exbé hefur ekkert með framsókn eða R-listann að gera. Þetta er algjörlega sjálfstætt framboð með enga sögu, sem ber enga ábyrgð á skipulagsmálum í Reykjavík eða málum ríkisstjórnarinnar á landsvísu.
* Það er hressandi að sjá menn kallaða lygara í sjónvarpi. Jafnvel þó það sé eflaust ekki rétt. Bara gaman að sjá menn taka stórt til orða.
* Ég trúi því ekki að fólk vilji fá Vilhjálm Þ sem borgarstjóra. Trúi því bara ekki. Er einhver hulinn sjarmi, sem ég er ekki að taka eftir í fari hans? Samblandan af gleraugunum, og augabrúnunum gerir hann verulega illan að sjá. Einsog hann sé alltaf reiður.
* Mikið er gaman að vera í flokki, sem að allir elska að hata.
* Frambjóðandi VG byrjaði allar setningar á því að hneykslast á því hvað hinir voru “flokkspólitískir”. VG eru svo hipp og kúl að þeir eru fyrir ofan allt slíkt.
* Ef ég kýs VG þá er ALLT ókeypis.
* Það ættu allir að lesa grein Einars Kára í Mogganum í gær. Hún er ljómandi skemmtileg. Hef ekki fundið hana á vefnum, annars myndi ég vísa í hana. (uppfært: hún er [hér](http://www.xsreykjavik.is/xsreykjavikis/Skrif/Greinar/Grein/327))
* Áður en ég horfði á Kastljósþáttinn (horfði semsagt ekki á hann live) þá las ég umfjöllun um hann í Staksteinum. Ótrúlegt en satt, þá fannst ritstjórum Moggans frambjóðandi Samfylkingarinnar standa sig verst, en frambjóðandi íhaldsins best. 😯

En jæja, þarf víst að fara að elda. Matarboð í kvöld með perúsku og mexíkósku þema. Held að þetta sé að fara allt til helvítis, en vonandi reddast þetta einhvern veginn. 🙂