Kæru Sjálfstæðismenn,
Til hamingju með að hafa náð næst lélegasta árangrinum í Reykjavík í sögu flokksins, en ná samt að túlka það sem stórsigur. Til hamingju með að eyða hálfri sigurræðunni á RÚV í að tala niður til Samfylkingarinnar og með að oddvitinn ykkar hafi beðið sérstaklega um orðið, þegar umræðunni var lokið, til að koma einu barnalegu kommenti í viðbót að. Ef að Sjálfstæðismenn telja sig sigurvegara, þá kunna þeir ekki að taka sigri vel.
Má ég bara biðja ykkur um eitt: Plís, í Guðanna bænum ekki [mynda](http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060528/FRETTIR01/60528048) meirihluta með Frjálslyndum. Fyrir mér megiði ráða næstu fjögur árin, en takið frekar framsókn eða vinstri græna með ykkur.
Þetta var fyrri hluti skiptanna. Á móti munum við vinna næstu Alþingiskosningar.
Annars eru fulltrúarnir svona fyrir og eftir kosningar:
Framsókn: 2 => 1
Vinstri Grænir: 2 => 2
Sjálfstæðisflokkur: 6 => 7
Frjálslyndir: 1 => 1
Samfylking: 4 => 4
Það er erfitt að sjá hver var sigurvegari í þessum kosningum. Held í raun að innst inni séu allir fúlir. En það er alveg ljóst að minn flokkur þarf alvarlega að skoða sín mál. Ég skil ekki alveg hvers vegna honum tekst ekki að höfða til kjósenda í þessum kosningum. Ég held t.d. að fylgi Frjálslynda sé ekki fengið frá Sjálfstæðismönnum, heldur frekar frá VG og Samfylkingunni. Þá er spurning hvernig hægt sé að höfða til þessa fólks.
Kannski að sigurvegari kosninganna sé helst Sturla Böðvarsson. Núna hefur hans eigin flokkur ástæðu til að svíkja kosningaloforðin og halda þessum flugvelli hérna næstu 100 árin. Það er allavegana ljóst að hann fer ekkert meðan F&D stjórna. Það er ósigur fyrir okkur, sem dreymir um að Reykjavík verði eitthvað meira en eintóm úthverfi.