Góð grein á Múrnum: [Hver er ábyrgðartilfinning Framsóknarflokksins?](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1854&gerd=Frettir&arg=6)
>Að þessu sögðu er vert að velta fyrir sér digurbarkalegum yfirlýsingum Hjálmars Árnasonar um DV-málið. Hjálmar, sem seint verður talinn orðheppinn stjórnmálamaður, lét þennan dóm falla á heimasíðu sinni: ,,DV fór yfir strikið og ekki einasta greip til mannorðsmorðs heldur morðs í eiginlegri merkingu.” Þessi yfirlýsing þingsflokksformanns Framsóknar er þvættingur. Ritstjórar DV eru ekki morðingjar fremur en þeir eru meðferðarfulltrúar fórnarlamba kynferðisafbrotamanna.
og
>Allur þingflokkur Framsóknar virðist hafa samþykkt aðild Íslands að innrás Bandaríkjanna í Írak. Enginn þeirra hefur hrópað morð eða krafist afsagnar neins í því tilfelli, jafnvel þótt formaður þeirra hafi verið utanríkisráðherra og hafi tekið ákvörðunina á sínum tíma. Sú innrás var ólögleg, framkvæmd á upplognum forsendum og hefur kostað tugi þúsunda ef ekki hundruð þúsunda manna lífið. Er enginn morðingi eða sökudólgur í því tilfelli að mati Hjálmars Árnasonar?
Sjá greinina [hér](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1854&gerd=Frettir&arg=6)