Framsókn á Múrnum

Góð grein á Múrnum: [Hver er ábyrgðartilfinning Framsóknarflokksins?](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1854&gerd=Frettir&arg=6)

>Að þessu sögðu er vert að velta fyrir sér digurbarkalegum yfirlýsingum Hjálmars Árnasonar um DV-málið. Hjálmar, sem seint verður talinn orðheppinn stjórnmálamaður, lét þennan dóm falla á heimasíðu sinni: ,,DV fór yfir strikið og ekki einasta greip til mannorðsmorðs heldur morðs í eiginlegri merkingu.” Þessi yfirlýsing þingsflokksformanns Framsóknar er þvættingur. Ritstjórar DV eru ekki morðingjar fremur en þeir eru meðferðarfulltrúar fórnarlamba kynferðisafbrotamanna.

og

>Allur þingflokkur Framsóknar virðist hafa samþykkt aðild Íslands að innrás Bandaríkjanna í Írak. Enginn þeirra hefur hrópað morð eða krafist afsagnar neins í því tilfelli, jafnvel þótt formaður þeirra hafi verið utanríkisráðherra og hafi tekið ákvörðunina á sínum tíma. Sú innrás var ólögleg, framkvæmd á upplognum forsendum og hefur kostað tugi þúsunda ef ekki hundruð þúsunda manna lífið. Er enginn morðingi eða sökudólgur í því tilfelli að mati Hjálmars Árnasonar?

Sjá greinina [hér](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1854&gerd=Frettir&arg=6)

Genni!

Það fattar þetta sennilega enginn nema vinir og kunningjar.

Eeeeen, [þetta er það fyndnasta](http://www.jenssigurdsson.com/?p=847) sem ég hef séð á netinu á þessu ári!!

Látum það vera að Björn Ingi þurfi að leita alla leið til Washington D.C. til að finna stuðningsmenn. En Genni að styðja Framsókn?! Genni er einmitt heitasti íslenski stuðningsmaður George W Bush! Núna hef ég séð allt á internetunum. Hvað getur maður sagt?

Elvis og skotárásir í Írak

Hérna á [þessari síðu](http://www.crooksandliars.com/2005/11/27.html#a6076) er hægt að skoða [þetta myndband](http://movies.crooksandliars.com/Aegis-PSD.mov) þar sem sýnt er hvar bandarískir öryggisverðir frá einkareknu öryggisfyrirtæki skjóta á almenna borgara að því er virðist þeim til skemmtunar.

Til að gera þetta enn súrealískara er þetta allt gert undir tónlist Elvis Presley. Sjá [frétt um þetta í Sunday Telegraph](http://www.telegraph.co.uk/news/main.jhtml?xml=/news/2005/11/27/wirq27.xml&sSheet=/news/2005/11/27/ixworld.html). Málaliðar á vegum Bandaríkjamanna hafa áður valdið ólgu í Írak, en hegðun þeirr var upphafið af uppreisninni í Fallujah.

Já, og forsætisráðherra Íraks segir að mannréttindabrot séu núna [alveg jafn slæm](http://observer.guardian.co.uk/international/story/0,6903,1651789,00.html) og þau voru í Írak undir stjórn Saddam Hussein. Hvað ætli Halldór og Davíð segi við því?


Einnig mæli ég [með þessari grein](http://www.latimes.com/news/nationworld/world/la-fg-colonel27nov27,0,6096413,full.story):

>In e-mails to his family, Westhusing seemed especially upset by one conclusion he had reached: that traditional military values such as duty, honor and country had been replaced by profit motives in Iraq, where the U.S. had come to rely heavily on contractors for jobs once done by the military.

Westhusing, virtur yfirmaður í bandaríska hefnum fannst látinn fyrr á árinu. Í vagninum hans fannst miði með þessari spurningu:

> How is honor possible in a war like the one in Iraq?

Prófkjör

Það er eitthvað skrítið að koma yfir mig. Kannski eitthvað svipað og virðist vera að koma yfir [Möggu](http://maggabest.blogspot.com/2005/11/skipt-um-skoun.html). Mér líst nefnilega bara helvíti vel á Gísla Marten sem borgarstjóra. Nú hef ég aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn á minni ævi, en svei mér þá ef að ég myndi ekki freistast til að láta af því verða ef að Gísli myndi slá til. Kannski er þetta bara eitthvað stundarbrjálæði hjá mér og kannski mun ég eftir nokkra daga reyna að þræta fyrir það að ég hafi nokkurn tímann skrifað þessi orð. En svona líður mér í dag.
Continue reading Prófkjör

Augnabrýr

Er Vilhjálmur Þ, Sjálfstæðismaður búinn að láta plokka augnabrýrnar?

Sjá hér: [Fyrir](http://www.betriborg.is/betriborg/upload/images/borgarstjornarflokkur/8-vilhjalmur.jpg) og [eftir](http://www.vilhjalmurth.is/gallery_mynd.php?IdGallery=10&IdMynd=252).

Hann hlýtur að vera án efa mest metrósexúal frambjóðandinn. Húrra fyrir honum. Hver var samt tilgangurinn með kappræðum hans og Gísla Marteins í Kastljósinu síðasta fimmtudag? [Kappræðurnar](http://dagskra.ruv.is/streaming/news/?file=4270002/2) eru án efa súrustu sjónvarpskappræðurnar í sögu lýðveldisins. Stjórnendur þáttarins hefðu náð sama árangri með því að spyrja bara tveggja spurninga: 1. “Vilhjálmur: Ert þú betri en Gísli Marteinn?” og 2: “Gísli: Ert þú betri en Vilhjálmur?”.

Ekki gott. Gísli Marteinn lofaði svo lægri sköttum, en þegar hann var spurður að því hvar hann ætlaði að fá peningana fyrir skattalækkunum, þá sagði hann að hann trúði því að frambjóðendur í prófkjöri ættu ekki að setja fram loforð. Magnað.

Ástandid i Bandarikjunum

Eg maeli med thessum pistli fyrir alla, sem hafa ahuga a stjornmalum i Bandarikjunum: [When the levees broke, the waters rose and Bush’s credibility sank with New Orleans
](http://www.timesonline.co.uk/article/0,,2089-1764115,00.html).

Eg aetladi adeins ad kikja a netid til ad setja inn ferdasogu, en eg festist algjorlega thegar eg byrjadi ad lesa um thetta faranlega og omurlega kludur, sem astandid i New Orleans er ordid.

Össur í World Class

Mig minnir að ég hafi einhvern tímann skrifað um það að ég óskaði þess að ungir þingmenn myndu tala (og hugsanlega blogga) einsog þeir væru í alvöru ungir, en ekki sextugir karlar í dulargervi. Mig langaði í blogg þar sem einhver þingmaður myndi viðurkenna að hann horfði á O.C. eða fyndist stelpan á hlaupabrettinu í World Class vera sæt.

Þetta er ekki alveg að gerast. Unga fólkið í pólitík heldur áfram að rembast við að vera fullorðið. Hins vegar er Össur Skarphéðinsson orðinn alvöru bloggari. Ekki svona leiðinlegur þingmannabloggari, sem bloggar bara um frumvörp og R-listann, heldur skemmtilegur bloggari sem segir frá þessu litla og skemmtilega í sínu lífi.

Hvaða þingmaður annar en Össur [myndi til dæmis þora að skrifa svona snilld](http://www.ossur.hexia.net/roller/page/ossur/Weblog/celebrity_spotting_i_world_class)?

>Í gær kom svo ég í World Class og sá að menn hópuðust á brettin fyrir aftan vörpulegan mann. Hann hafði valið sér ysta hjólið til að láta bera sem minnst á sér. Loksins- hugsaði ég spenntur. Ég var algjörlega viss um að Clint væri mættur á staðinn.

>Ég kannaðist við vangasvipinn á manninum. Mér fannst ég örugglega þekkja limaburðinn. Hjartað í mér sló hraðar. En það var einhver tilvistarangist sem speglaðist í augum hans – sem maður sá aldrei hjá Clint í gamla daga.

>Þá sá ég að þetta var enginn annar en Geir Haarde. Hann var búinn að missa svona 15 kíló og orðinn að kyntrölli! Angistarsvipurinn á honum var bara einsog svipurinn á sjálfum mér þegar ég er rekinn í strangt aðhald! Geir var ekki með gleraugun svo hann gat látið sem hann sæi mig ekki þegar ég vinkaði kumpánlega – til að liðið í kring sæi að ég þekki líka frægt fólk.

([via](http://strumpurinn.tripod.com/))

Það er einsog Össur hafi frelsast þegar hann tapaði kosningunum í sumar. Bloggið er fullkominn miðill fyrir menn einsog hann. Menn, sem nenna ekki að vera alvarlegir á öllum stundum og þora að segja það sem þeim finnst. Húrra fyrir honum!

Annars, þá sé ég aldrei Clint Eastwood í World Class. En það er sennilega enginn betri staður til að hitta fræga fólkið en í salnum í Laugum.

Össur í borgina

Úr [Silfri Egils](http://www.visir.is/?PageID=539&NewsID=50654)

>Annar sem gæti komið til greina er Össur Skarphéðinsson. Hann er náttúrlega fyrsti þingmaður norðurkjördæmisins í Reykjavík – gamall borgarfulltrúi sem tókst á við Davíð í borgarstjórninni í eina tíð. Það er altént víst að borgarstjórakeðjan myndi sitja vel á Össuri – og svo hefur hann glaðbeitt og vinalegt fas sem minnir nokkuð á þann ágæta bæjarstjóra Bastían í fyrirmyndarsamfélaginu Kardimommubænum.

Væri þetta ekki snilld? Í alvörunni? Ef það yrði farið í prófkjör og [Össur](httP://ossur.hexia.net) væri í framboði, þá myndi hann pottþétt vinna. Ég held að R-listinn muni tapa kosningunum með Steinunni eða Stefán Jón sem borgarstjóraefni. En með Össur í þessu sæti, þá er ég sannfærður um að R-listinn myndi vinna. Yrði ekki gaman að hafa Össur sem borgarstjóra? Ég held það. Hann myndi án efa lífga uppá pólitíkina í borginni.

Össur í borgarstjórann. Hefjum herferðina *núna*!

Varðhald

Halli: [Íslensk heimska](http://www.icomefromreykjavik.com/halli/archives/000282.html)

>Ímyndið ykkur hortugheitin að Íslendingar haldi að þeir geti auðveldlega keypt sér flugmiða, klætt sig í réttu fötin og farið út í heim að berjast fyrir því sem rétt er, og ef þeir lenda í vandræðum þá segja þeir bara “nei, þú skilur ekki, ég er Íslendingur”.

>Þú ert Íslendingur að blanda þér í mál sem kosta líf tuga manna á hverjum degi. Strætóar eru sprengdir í loft upp, túristar skotnir í hnakkann, og konur pyntaðar og þeim nauðgað. Það skiptir engu máli hvort þú flytjir til Spánar að hjálpa Böskum, kaupir þér vélbyssu og felubúning og fljúgir til Írak að berjast á móti íröskum skæruliðum, eða flytjir til Amsterdam og slæst í för með hústökufólki.

Mér langar að skrifa langan pistil um fréttaflutning af þessari stelpu, sem vondu kallarnir handtóku, en ég nenni því ekki í svona góðu veðri. En pistillinn hans Halla er svosem ágætis innlegg.