Við á Serrano erum byrjuð að selja nýja línu af salötum. Þetta eru fjórar tegundir af fjölbreyttum og ljúffengum hágæða salötum. Ólíkt öðrum skyndibitastöðum þá er þetta ekki bara iceberg kál með kjúklingabitum, heldur er þetta blanda af fjórum salat tegundum (rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg og Frisée), pico de gallo salsa, sem og úrvali af grænmeti og kjúklingi.
Allar sósurnar sem við bjóðum með salötunum eru búnar til á Serrano. Tegundirnar eru semsagt fjórar:
* * *
Verano Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Feta Ostur, Ristuð Graskersfræ, Vinaigrette Lime dressing
Classico Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Nachos Flögur, Jalapenos, Maís, Mangó sýrður rjómi.
Fresco Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Maís, Pinto Baunir, Svartar Baunir, Hunangs Dijon Dressing.
Pepino Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Parmesan Ostur, Agúrka, Svartur Pipar, Balsamic Dressing.
* * *
Ég fullyrði það hér með að betri salöt fást ekki á skyndibitastað á Íslandi. Endilega kíkið við og smakkið 🙂