Jeppa-mótmæli

Frétt á mbl.is: Jeppamenn fara hvergi

Liðsmenn Ferðaklúbbsins 4X4 sem lögðu jeppum sínum við birgðastöð olíufélaganna í Örfirisey snemma í morgun eru enn á staðnum og segjast ætla að láta olíufélögin finna fyrir því

Má ég leggja til enn betri leið fyrir liðsmenn í 4×4 klúbbnum til láta olíufélögin svo sannarlega **”finna fyrir því”**?

Jú, kaupið ykkur bíl sem eyðir ekki 50 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Þá myndu olíufélögin klárlega “finna fyrir því”.

Uppfærsla

Ég tek undir þessa hneykslunarfærslu hjá Andrési félaga mínum.  Ég trúi því ekki að þessi maður fái að taka svona ákvarðanir, sem hafa úrslitaáhrif á framtíð borgarinnar okkar.

* * *

Meistari Krugman tjáir sig um íslenskt efnahagslíf.

* * *

Ég er með ofnæmi fyrir þessum Lu kex-auglýsingum.  “Stelpur, það er komin nýr Luuu leikur!!”

* * *

Ég er búinn að uppfæra Kop.is og þessa síðu í WordPress 2.5.  Þetta tók svona hálftíma fyrir báðar síðurnar og gekk hnökralaust.  Nýja viðmótið lítur nokkuð vel út.

Punktar og landbúnaður

Allt að gerast!

  • Múrinn er hættur.  Það er að vissu leyti leiðinlegt.  Vona aðallega að Ármann Jakobs skrifi áfram alvarlegar greinar einhvers staðar á vefnum.  Ég fíla hann eiginlega betur sem alvarlegan penna heldur en sem bloggara, þrátt fyrir að báðar útgáfur af honum séu góðar.
  • Það er einhvers konar hámark nördaskaparins hjá mér að uppáhalds útlenska bloggið er skrifað af gaur sem þykist vera forstjóri uppáhalds tölvufyrirtækisins míns:  Fake Steve Jobs.
  • Var þessi ræða Guðna Ágústssonar áðan eitthvað djók?  Hlutirnir sem áttu ekki að vera fyndnir eru eiginlega miklu fyndnari en þeir sem áttu að vera fyndnir.
  • Á þetta fokking Baugs-ríkisstjórnar-kjaftæði ekki að enda?  Framsókn er að gera svo lítið úr sjálfum sér með svona barnaskap.  Gleyma þeir því að eoe.is bað líka um þessa ríkisstjórn fyrir kosningar?  Er ekki ráð að gefa mér það kredit sem ég á skilið?  Á Hreinn Loftsson að fá allt hrósið?  Það er svo stórkostlega móðgandi fyrir allt fólkið sem kaus þessa flokka að gefa það í skyn að Baugur hafi á einhvern hátt stjórnað gjörðum þess.  Framsókn rís ekki upp með svona bjánaskap.
  • Það sem er einstakt við íslenskan landbúnað:  Lambakjöt & skyr.
  • Það sem er alls ekkert einstakt við íslenskan landbúnað:  Nautakjöt, grænmeti, svínakjöt, kjúklingar, mjólk, jógúrt, ostar, etc etc etc…  Getum við ekki talað um landbúnað án þess að við þurfum að vera með þessa þjóðernisrembu gagnvart öllu sem er frá útlöndum?  Íslenskur landbúnaður er ágætur, en það er fásinna að halda því fram að okkar landbúnaðarvörur skáki alltaf vörum frá öllum öðrum löndum.  Guðni verður að átta sig á því.
  • Zodiac er afskaplega góð mynd.  Afskaplega góð!

Góðar stundir.

Salöt á Serrano

Við á Serrano erum byrjuð að selja nýja línu af salötum. Þetta eru fjórar tegundir af fjölbreyttum og ljúffengum hágæða salötum. Ólíkt öðrum skyndibitastöðum þá er þetta ekki bara iceberg kál með kjúklingabitum, heldur er þetta blanda af fjórum salat tegundum (rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg og Frisée), pico de gallo salsa, sem og úrvali af grænmeti og kjúklingi.

Allar sósurnar sem við bjóðum með salötunum eru búnar til á Serrano. Tegundirnar eru semsagt fjórar:

* * *

Verano Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Feta Ostur, Ristuð Graskersfræ, Vinaigrette Lime dressing

Classico Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Nachos Flögur, Jalapenos, Maís, Mangó sýrður rjómi.

Fresco Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Maís, Pinto Baunir, Svartar Baunir, Hunangs Dijon Dressing.

Pepino Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Parmesan Ostur, Agúrka, Svartur Pipar, Balsamic Dressing.

* * *

Ég fullyrði það hér með að betri salöt fást ekki á skyndibitastað á Íslandi. Endilega kíkið við og smakkið 🙂

Tónlist

Kristján Atli og bloggið hans hafa haft frekar mikil áhrif á tónlistarhlustunina mína undanfarna daga. Þarna eru á topplistanum bæði Silverchair oooog Nine Inch Nails.

Samt ná þau bönd ekki að toppa Wilco, enda er Jeff svo mikið æði að allt annað þarf að víkja. Já, og Gerry & The Pacemakers fá auðvitað góða spilun fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. En mikið afskaplega er nýja platan með Wilco góð. Ekki alveg eins góð og síðustu plötur, en samt það besta sem ég hef heyrt á árinu.

Var svo að panta heljarpakka á Amazon, þar á meðal Trentemöller (sem ég var að uppgötva núna nokkrum dögum eftir að hann kom til Íslands (d’oh!)), Maná og Battles. Aaaah, good times. Annars er lagið hans Trentemöller sem ég er með á MySpace prófílnum mínum að ég held uppáhaldslagið mitt í dag.

Aldo og ég

.flickr-photo { border: solid 1px #000000; }
.flickr-yourcomment { }
.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }
.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }


Ég og snillingurinn John Aldridge með Evrópubikarinn inná pöbbnum hans Aldo í Liverpool á sunnudagskvöldið.

Ísskápur

.flickr-photo { border: solid 1px #000000; }
.flickr-yourcomment { }
.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }
.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }


(Smellið á myndina)

Í veikindum og aumingjaskap ákvað ég að reyna að gera eitthvað gagnlegt og taka til í ískápnum mínum. Ástandið á honum er frekar sorglegt einsog sjá má (smellið á myndina til að sjá frekari skýringar og stærri mynd).