Tónlist

Kristján Atli og bloggið hans hafa haft frekar mikil áhrif á tónlistarhlustunina mína undanfarna daga. Þarna eru á topplistanum bæði Silverchair oooog Nine Inch Nails.

Samt ná þau bönd ekki að toppa Wilco, enda er Jeff svo mikið æði að allt annað þarf að víkja. Já, og Gerry & The Pacemakers fá auðvitað góða spilun fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. En mikið afskaplega er nýja platan með Wilco góð. Ekki alveg eins góð og síðustu plötur, en samt það besta sem ég hef heyrt á árinu.

Var svo að panta heljarpakka á Amazon, þar á meðal Trentemöller (sem ég var að uppgötva núna nokkrum dögum eftir að hann kom til Íslands (d’oh!)), Maná og Battles. Aaaah, good times. Annars er lagið hans Trentemöller sem ég er með á MySpace prófílnum mínum að ég held uppáhaldslagið mitt í dag.

3 thoughts on “Tónlist”

  1. Silverchair! Jösss!!!!!

    If you keep losing sleep, baba baba lovers, if you keep counting sheep you’re gonna be bored!

    Vissi að þú gætir þetta. 😉

  2. Já, í dag er tilefni til að kommenta. Ég segi það sama og Stjáni frændi:

    Silverchair! Jösss!!!!!

  3. Ef þú fílar Trentemöller ættirðu að tékka á Booka Shade.. Movements er svakaleg plata, og ég hélt að fílaði ekki einu sinni “svona” tónlist

Comments are closed.