Vildi bara vekja athygli á því að eftir að ég færði mig yfir í WordPress, þá hef ég verið að vísa í vitlausar RSS skrár á þessari síðu. Allavegana, ég er búinn að leiðrétta þetta og er því hægt að nálgast réttar skrár hér hægra megin.
RSS fyrir færslur
RSS fyrir ummæli
Ég er búinn að senda póst á blogg.gattina, þannig að vonandi uppfæra þeir líka skráninguna á síðunni minni.
Einnig þá hafa RSS skrár fyrir Liverpool bloggið auðvitað breyst. Þið getið náð í nýjar skrár með því að smella á tenglana efst til hægri á Liverpool blogginu.
Það er sniðugt að nota .htaccess skrá til að vísa beiðnum um gömlu rss slóðina yfir á þá nýju. WordPress notar átómatískt htaccess – getur bara bætt inn í þá skrá.
Hvaða línu þyrfti ég að bæta inní þá skrá???
Redirect permanent /oldrssurl.xml http://www.domain.com/newrssurl.xml
passaðu þig bara á að setja þetta fyrir neðan það sem WordPress setur inn í .htaccess skrána (þegar WordPress uppfærir það þá gæti kerfið skrifað yfir þínar breytingar)
Sendu mér póst ef þú þarft frekari hjálp.