Draumar

Í nótt dreymdi mig að ég væri eltur af illum her inní gömlum kastala. Svo vaknaði ég í morgun í svitabaði, enn með kvef en með aðeins minni hausverk.

Og það sem meira er, þá var ég með **A Great Day for Freedom** með Pink Floyd á heilanum. Þetta lag er ekki spilað í útvarpi og því get ég bara hafa hlustað á það sjálfur. En svo kíkti ég í iTunes og sá að ég hef ekki hlustað á þetta lag síðan í janúar 2003.

Af hverju vaknar maður með lag á heilanum sem maður hefur ekki heyrt í fjögur ár?

Desktop

.flickr-photo { border: solid 1px #000000; }
.flickr-yourcomment { }
.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }
.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }


Ég á eftir að vinna alveg fáránlega mikið og ég er alveg ótrúlega þreyttur eftir vöku síðustu nótt og langan vinnudag.

Svo þegar ég kom loksins heim og settist niður við tölvuna, þá langaði mig nákvæmlega ekkert til að vinna, svo ég dundaði mér þess í stað við að finna nýja mynd á skjáborðið í stað hefðbundnu Mac OSX myndanna sem voru þar fyrir.

Og eftir smá leit, þá er ég orðinn sáttur við niðurstöðuna!

Pöddur í Canaima

.flickr-photo { border: solid 1px #000000; }
.flickr-yourcomment { }
.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }
.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }


Emil, ég og Friðrik ásamt leiðsögumanni í Canaima þjóðgarðinum í Venezuela í janúar 1999.

Leiðsögumaðurinn tók upp stein sem var morandi í maurum og leyfði okkur að smakka maurana.

Hmm…

Klukkuna vantar tuttugu mínútur í sjö.

Ég hef núna séð Ástrala syndandi í tjörninni.

Takk fyrir og góða nótt.