.flickr-photo { border: solid 1px #000000; }
.flickr-yourcomment { }
.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }
.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }
Ég á eftir að vinna alveg fáránlega mikið og ég er alveg ótrúlega þreyttur eftir vöku síðustu nótt og langan vinnudag.
Svo þegar ég kom loksins heim og settist niður við tölvuna, þá langaði mig nákvæmlega ekkert til að vinna, svo ég dundaði mér þess í stað við að finna nýja mynd á skjáborðið í stað hefðbundnu Mac OSX myndanna sem voru þar fyrir.
Og eftir smá leit, þá er ég orðinn sáttur við niðurstöðuna!
en fínt 😉 er þetta veronica mars pían??
Djöfulli ertu með mikið af táknum á Sidebar (vinstri hliðin). Ég er með svona fimmtán stykki, þú ert með nærri því fimmtíu!
Allavega, hvaða forrit leyfir þér að sýna tónlistina svona? Plötukóverið og lagið í spilun þar undir. Er þetta einhvers konar útgáfa af Cover Flow eða?
Hmmm hvar fannstu þessa mynd af mér?
Elín: Jammm, þetta er hún.
Kristján: Forritið heitir [Cover Sutra](http://www.coversutra.com/).
Hjördís: Ég leitaði bara að Kirstenn Bell á Google og fann þar þessa mynd af þér sem mér fannst passa svo vel. 🙂
Takk. Kíki á það.