Endurhönnun

Times hafa [endurhannað vefinn sinn](http://timesonline.co.uk/tol/news/) og forsíðan er nákvæmlega dæmi um forsíðu sem ég vil sjá á fréttavefjum. Þarna eru stóru málin aðskilin frá litlu málunum, en ekki bara nýjustu fréttirnar settar efst einsog íslensku fréttavefirnir virðast alltaf gera.

Samt sem áður finnst mér enn [ESPN](http://espn.go.com/) vera best hannaði (íþrótta)fréttavefurinn. Þeirri síðu tekst að vera ótrúlega smekkleg en á sama tíma tekst henni að gera stóru atburðina risastóra án þess að það sé þó úr samræmi við annað efni.

Efsta fréttin á MBL.is er um hjúkrunarkonu frá Kírgístan. Væri ekki nær að efsta fréttin væri um stóru málefnin og að svona smærri fréttum væri komið fyrir á skynsamlegum stað einsog hjá Times, NY Times og BBC?

4 thoughts on “Endurhönnun”

  1. sammála þér með ESPN… en forsíðan hjá Times er ekki alveg nógu góð finnst mér… um leið og ég fór að skoða undirsíðurnar (World, UK…..) þá fór mér að lítast betur á…

  2. Að ekki sé minnst á 10 fréttir á mbl.is þegar verið er að uppfæra íþróttatölur. Sérstaklega fyndið þegar fréttin um stöðu eftir 60 mínútur er birt með texta en fréttin um úrslitin er bara einnar línu linkur. Það er eins og það sé engin ritstjórn að ráði þar, bara dælt í fréttagrunn.

    Reyndar eru síður ensku alvörublaðanna allar mjög góðar, hver á sinn hátt (Times, Indy, Grauniad, Torygraph). Er svolítið ósáttur við breiðustu hönnunina (times og telegraph) þegar ég er að nota litla lappann minn í firefox með bookmarks í sidebar og þal bara sirka 6-700 pixla breidd, en það verður víst að hafa það

Comments are closed.