Ég held að ég sé að verða veikur. Var að spila fótbolta áðan og þótt ég haldi því seint fram að ég sé mikill baráttu- og varnarjaxl þá verð ég að segja að ég var óvenju slappur í því að hlaupa tilbaka áðan. Var eiginelga alveg búinn eftir nokkra spretti.
Þannig að ég ákvað að leggjast niður í sófa og horfa á sjónvarpið. Ég er með fjórar stöðvar: RÚV (sem býður uppá [kærustuna mína](https://www.eoe.is/gamalt/2007/02/05/21.34.44/) – búinn að sjá það), Sirkus, Sýn, Enska boltann og Skjá Einn.
Það sem vakti athygli mína er dagskrá ókeypis stöðvanna núna klukkan 20.
**Sirkus: Entertainment Tonight.** Þetta er nokkurn veginn það hræðilegasta rusl, sem hægt er að kaupa frá Bandaríkjunum. Ef að mig minnir rétt þá voru þessir þættir sýndir um 5 leytið í USA, sem þýðir að ekki nema þeir verstu í sjónvarpsglápi sem horfa á þættina. En hérna þykir þetta vera þess vert að sýna á besta tíma. AF HVERJU?
**Skjár Einn: Skólahreysti.** Sko, ég gæti kannski gert mér upp áhuga á Hreystis keppnum þar sem væri fullt af sætum stelpum yfir lögaldri. En þessi grunnskóla hreystis keppni getur ekki á nokkurn hátt talist spennandi sjónvarpsefni á besta mögulega tíma. Næst á S1: [Raunveruleikaþáttur um fasteignasala](http://www.bravotv.com/Million_Dollar_Listing//index.shtml). Og nei, þetta er ekki djók.
Ég finn mér eitthvað á netinu.
Við spyrjum um mann. Hann öðlaðist frægð in the late 70’s, en ekki fyrir þá tegund tónlistar sem hann er best þekktur fyrir í dag
Ha?
Ef þetta er það sem koma skal ætla ég bara að nýta mér yndislega internetið. :biggrin:
Verð að benda þér á eitt sem miklum áhugamanni um amerískan fótbólta: Tókstu eftir því á mbl.is – í þessari frétt http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1252072 er “Superbowl” þýtt sem “Ofurskálarleikurinn” ???
Og hvað er athugavert við það?
Mæli sterklega með http://www.dailymotion.com … Þegar ég er lasin legst ég yfir Whose line is it anyway? og er yfirleitt fljót að ná mér :blush:
Takk, Fanney. Kíki á þetta.
* Anna Nicole Smith…
* Anna Nicole Smith…
* Barry Maaaaaaaniloooow!!
* Anna Nicole Smith…
* fullur karl (eða racist comment)…
* og svo 200 kílóa krakki (eða annað live from the trailer park segment)
Er þetta ekki eins á hverjum einasta degi?? Ef ekki ennþá séð þátt(arbrot) þar sem Anna Nicole Smith kemur ekki við sögu.
Hryllingur.
http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/americas/6344725.stm
Hvað ætli þetta verði efni í marga klukkutíma af E!?
Ágúst: Þeim þáttum ætti fljótlega að fara að fækka þar sem Anna greyið kemur við sögu